Vistvernd í verki – Vistvænt sveitarfélag

Kynningarfundur á umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki” var haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudagskvöldið 27. september síðastliðinn. Á fundinn mættu fulltrúar þeirra fjölskyldna, sem skráð hafa sig í visthóp, auk fulltrúa úr umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Rannveig Thoroddsen verkefnisstjóri frá Landvernd sá um kynninguna. Mikill áhugi er fyrir verkefninu meðal íbúa Borgarbyggðar og hafa nú tuttugu og tvær fjölskyldur skráð sig til þátttöku. Starfandi …

Ferðaþjónusta í burðarliðnum

Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar látið fé af hendi rakna í sjóð til kaupa á bíl fyrir fatlaða og eldri borgara. Sjóðurinn hefur verið í vörslu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi, sem nú hefur fest kaup á bíl til þessa verkefnis. Um er að ræða sérútbúinn bíl sem auðveldlega getur flutt einstaklinga sem bundnir eru notkun hjólastóls. Bíllinn mun þjóna bæði …

Breytingar á húsnæði gamla Húsmæðraskólans að Varmalandi

Endurbætur standa nú yfir á húsnæði gamla Húsmæðraskólans á Varmalandi. Þremur efstu bekkjum grunnskólans hefur verið kennt í þessu húsnæði undanfarin ár. Þegar framkvæmdum verður lokið verða þar kennslustofur fyrir 5. – 10. bekk grunnskólans auk aðstöðu fyrir tölvustofu, bókasafn, sérkennsluaðstöðu, kennarastofu, félagsaðstöðu fyrir unglinga ofl. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið nú í október og þá munu …

Starf innheimtufulltrúa laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf innheimtufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar. Um er að ræða starf við gerð og útsendingu reikninga, innheimtur og önnur skrifstofustörf. Starfsaðstaða innheimtufulltrúa er á skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti. Æskilegt er að umsækjendur hafi framhaldsskólamenntun, reynslu af skrifstofustörfum og góða þjónustulund. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna …

SKALLAGRÍMUR – KR í Laugardalshöll í kvöld

KR-ingar sigruðu Hamar í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins og eru því komnir í undanúrslit. Þeir mæta þar Skallagrímsmönnum sem hafa lagt Stjörnuna og Grindavík í keppninni. Það verður leikið um sæti í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 19:00. Njarðvík sigraði ÍR í Ljónagryfjunni með 87 stigum gegn 80 og mæta þær Snæfellingum í undanúrslitum. Jovan Zdradvevski fyrrum stjörnuleikmaður Borgnesinga hefur …

Plastmálin víkja úr fundarsal sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Í tilefni komu fulltrúa frá Landvernd á kvöldfund með þátttakendum í umhverfisverkefninu ,,Vistvernd í verki” í ráðhúsi Borgarbyggðar í kvöld, fimmtudaginn 27. september, voru plastmálin sem notuð hafa verið undir kaffi fjarlægð og fengnir varanlegri bollar í þeirra stað. Þetta er einn liður í verkefni á vegum sveitarfélagsins sem ber nafnið ,,umhverfisaðgerðir í ráðhúsinu”. Þótti við hæfi að af þessu …

Ný skipulagsskrá Menningarsjóðs

Ný skipulagsskrá hefur verið samþykkt fyrir Menningarsjóð Borgarbyggðar. Sjóðurinn var stofnaður var árið 1967 í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Borgarness. Fyrsta skipulagsskrá sjóðsins var samþykkt árið 1970 og ný skipulagsskrá árið 1979.   Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og í nýrri menningarstefnu sem verið er að vinna fyrir sveitarfélagið er kveðið á um að sérstök rækt …

Mikill áhugi á ,,Vistvernd í verki“

Þann 23. júní í síðastliðinn skrifaði Borgarbyggð undir samning við Landvernd um þátttöku sveitarfélagsins í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki”. Í framhaldi af því var íbúum sveitarfélagsins boðið að skrá sig í visthóp. Nú hafa 15 fjölskyldur skráð sig til þátttöku. Í hverjum hópi er gert ráð fyrir fulltrúum 5-8 fjölskyldna og því ljóst að hóparnir verða tveir á haustmisseri. Haldinn …

Ný deild opnar á leikskólanum Uglukletti

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að opnuð verði ný deild á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi frá og með 1. október næstkomandi. Ugluklettur tók til starfa síðastliðið haust. Á leikskólanum hafa verið frá því hann opnaði 44 börn á tveimur deildum. Aðsókn að leikskólanum varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þessi breyting gerir skólanum kleyft að taka við 10 …

Hækkun grindverks við sparkvöllinn á lóð Grunnskóla Borgarness.

Í liðinni viku var unnið við hækkun grindverks við þann hluta sparkvallarins, á lóð Grunnskóla Borgarness, sem er ofan við mörkin sem snúa að Gunnlaugsgötu. Þetta var gert vegna ónæðis sem íbúar, við götuna, urðu fyrir þegar boltar frá vellinum geiguðu framhjá mörkunum í ærslafullum knattleik. Verkið var unnið af HS-verktaki og Nýverki í Borgarnesi. Efnið í grindverkið kom frá …