Námskeið verður haldið fyrir feðga í Óðali miðvikudaginn 7. nóvember næstkomandi kl. 20:00. Leiðbeinandi verður Árni Guðmundsson tómstundafræðingur. Feður í Borgarbyggð eru hvattir til að mæta með sonum sínum á þetta bráðskemmtilega námskeið. Sjá auglýsingu. Skráning þátttöku er í síma 437-1287 eða odal@borgarbyggd.is Eins má bara mæta ef skráningin gleymist. Pabbar nú mætum við á ókeypis námskeið og fjör …
Böðvar Guðmundsson á kvöldvöku í Safnahúsi Borgarfjarðar
Í tilefni af útkomu bókarinnar ,,Sögur úr Síðunni“ eftir hinn landsfræga rithöfund Böðvar Guðmundsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu efnir Safnahús Borgarfjarðar til kvöldvöku sunnudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:30. Þar mun Böðvar lesa upp úr bókinni og spjalla við gesti. Jafnframt mun ungt fólk úr Hvítársíðu flytja fjölbreytt tónlistaratriði: Fanney Guðjónsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir, Ásta og Unnur Þorsteinsdætur. Aðgangur er ókeypis. Borgfirðingar …
Bókin ,,Fólkið í Skessuhorni“ er komin út
Í tilefni þess að héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi verður brátt 10 ára gamalt var ákveðið að minnast tímamótanna með útgáfu viðtalsbókar. Bókin Fólkið í Skessuhorni kom út um liðna helgi. Hún hefur að geyma 62 viðtöl við áhugaverða Vestlendinga. Blaðamennirnir Fríða Björnsdóttir og Jóhanna G Harðardóttir völdu efnið og bjuggu til prentunar en höfundar efnis eru 18 blaðamenn og fréttaritarar …
Starfsmenn óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum
Óskað er eftir starfsmönnum við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og starfsmanni við íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 14. nóvember næstkomandi. Sjá hér auglýsingu um störfin. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
Tilkynning um lokun skrifstofu Borgarbyggðar vegna jarðarfarar
Vegna jarðarfarar Halldórs Brynjúlfssonar verður skrifstofa Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 lokuð frá kl. 13:30, þriðjudaginn 30. október. Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir -Borgarneskirkja-
Í Einkunnum er fjölbreytilegt lífríki.
Útivistarsvæðið í Einkunnum var gert að fólkvangi vorið 2006. Fólkvangurinn stendur vestast í Hamarslandi við Borgarnes. Nokkuð hefur verið um hann rætt að undanförnu vegna þeirrar athygli sem gerð deiliskiplagsins hefur vakið. Deiluskipulagsdrögin hafa verið unnin í samræmi við markmið frislýsingarinnar eins og það er birtist í Stjórnartíðindum 480/2006 (sjá hér auglýsinguna í Stj.tíð.). Íbúar Borgarbyggðar virðast almennt ekki hafa …
Afmælistónleikar í Borgarneskirkju
Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Afmælistónleikar verða í Borgarneskirkju sunnudaginn 28. október næstkomandi og hefjast þeir kl. 16:00. Dagskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt, meðal annars verður frumflutt verk sem sérstaklega var samið vegna afmælisins. Að loknum tónleikunum er tónleikagestum boðið að þiggja veitingar í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23 Borgarnesi. Allir eru velkomnir á tónleikna. Fyrri myndin …
Afmælisblað Tónlistarskóla Borgarfjarðar er komið út
Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur gefið út afmælisrit af tilefni 40 ára afmælisins. Skólinn var stofnaður í september árið 1967. Hér má sjá afmælisblaðið. Hér er gripið niður á þremur stöðum í inngang blaðsins sem Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri, hefur ritað. ,,Það er hátíð í bæ. Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar fjörutíu ára afmæli. Í september árið 1967 var skólinn stofnaður og hefur hann vaxið …
Menning sem atvinnugrein – menningarmál á landsbyggðinni
Ráðstefna um menningarmál á landsbyggðinni og menningarsamninga verður haldin í Háskólanum á Bifröst laugardaginn 27. október kl. 13:00 – 16:00. Það eru Menningarráð Vesturlands og Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst sem halda þessa ráðstefnu sameiginlega. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar. Mynd með frétt: Björg Gunnarsdóttir
Leiklistarnámskeið í Logalandi
Leiklistarnámskeið hefst á morgun, fimmtudaginn 25. október, í Logalandi í Reykholtsdal í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélags Reykdæla á næsta ári, en það var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908. Námskeiðið fer fram á fimmtudags- og sunnudagskvöldum milli klukkan 20:00 og 22:00 í átta skipti. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Námskeiðið er ætlað fólki frá 16 …