Sorphirða milli hátíða í Borgarbyggð

Sorphirða verður í Borgarbyggð milli hátíða. Í Borgarnesi verða tunnur tæmdar fimmtudaginn 27. desember og á Bifröst og Hvanneyri föstudaginn 28. desember. Mynd af gámum í Norðurárdal: Björg Gunnarsdóttir

Fundartími Skipulags- og byggingarnefndar í janúar

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar fundar einungis einu sinni í janúar 2008. Janúarfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 15. janúar kl. 8:15. Erindi og gögn þurfa að hafa borist byggingarfulltrúa Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. janúar ef þau eiga að vera tekin fyrir á fundinum. Fundir hjá Skipulags- og byggingarnefnd eru almennt fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði.

Besta jólagjöfin!

Besta jólagjöfin og besta gjöf til barna og unglinga allt árið er samvera og tími með fjölskyldunni. Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar beinir því til foreldra að sýna ábyrgð og spilla ekki gleði barna sinna með áfengisneyslu yfir hátíðirnar. Sjá hér auglýsingu frá Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar.     Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Þróunaráætlun Borgarbyggðar fyrir 21. öldina

Umhverfisnefnd Borgarbyggðar hefur verið að vinna að endurskoðun staðardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið. Fyrir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra vorið 2006 var til staðardagskráráætlun fyrir gömlu Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit en ekki fyrir Hvítársíðu og Kolbeinsstaðarhrepp. Vegna endurskoðunarinnar var vinnuskjal sent til allra nefnda sveitarfélagsins í ágúst þar sem nefndarmenn voru beðnir að punkta niður eða skrifa um framtíðarsýn sína fyrir næstu 93 árin …

Íbúða- og iðnaðarlóðir lausar til umsóknar

Borgarbyggð auglýsir íbúða- og iðnaðarlóðir lausar til umsóknar. Um er að ræða lóðir í Borgarnesi á Hvanneyri og Bæjarsveit. Eftirtaldar lóðir eru nú til úthlutunnar: Á Hvanneyri er um að ræða fjórar einbýlishúsalóðir við Lóuflöt nr. 1-4 og þrjár fjögurra íbúða parhúsalóðir 8-14, 16-22 og 24-30 við Hrafnaflöt. Við Ásbrún í Bæjarsveit eru lausar 4 lóðir. Í Borgarnesi eru lausar …

Ný félagsmiðstöð fyrir unglinga á Kleppjárnsreykjum

Félagsmiðstöð fyrir unglinga í 8. – 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar var formlega opnuð á Kleppjárnsreykjum miðvikudaginn 12. des. s.l. í Blómaskálanum Kleppjárnsreykjum. Félagsmiðstöðin verður opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15.30 – 19.00. til að byrja með. Á nýju ári verður einnig prófað að hafa opið eitt kvöld í viku á Hvanneyri ef þátttaka verður næg. Innra starf í …

Tvær lausar stöður við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi

Hér fyrir neðan eru auglýstar tvær lausar stöður við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi. Deildarstjóri óskast til starfa við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi frá og með 1. febrúar 2008. Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur, virðing og gleði.   Menntunar- hæfniskröfur-Leikskólakennaramenntun. -Reynsla af uppeldis- og/eða kennslustörfum með börnum. -Færni í mannlegum samskiptum. -Skipulagshæfni, nákvæmni, áreiðanleiki og frumkvæði í starfi.Fáist ekki leikskólakennarar til starfa …

Leikskólar fá gjafir frá Omnis

Fyrirtækið Omnis, áður Tölvuþjónustuþjónusta Vesturlands, hefur fært öll leikskólum í Borgarbyggð að gjöf glæsilega prentara fyrir ljósmyndaprentun. Leikskólastjórar ásamt sveitarstjóra veittu þeim viðtöku s.l. mánudag. Einnig voru afhentir prentarar til leikskóla á öðrum starfssvæðum fyrirtækisins, alls til ríflega 20 stofnana. Þetta er gert í tilefni þess að fyrirtækið er að færa út kvíarnar og er nú með meginstarfsemi í Borgarnesi, …

Fréttabréfið komið út

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út og hefur verið borið í hvert hús í sveitarfélaginu. Upplag þess er 1.500 eintök og ritstjóri er Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og kynningarfulltrúi. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við sveitarstjórnarmanninn Sigríði Björk Jónsdóttur, pistill frá Írisi Grönfeldt og grein um útivistarsvæðið Einkunnir.   Sjá má blaðið sem pdf skjal með því að smella hér.  

Jólafjör í íþróttamiðstöðinni

Leiðbeinendur í þolfimisalnum í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi bjóða upp á svokallað ,,Jólafjör” þar næstkomandi laugardag, þann 15. desember kl. 10.00-12.00. Tíminn byrjar kl: 10.00 í þolfimisalnum og endar kl 12.00 inn í stóra sal. Það verður hjólað, boxað og fleira. Með þessu fylgir eindregin áskorun frá skipuleggjendunum um að allir mæti í einhverju rauðu í stíl við tímasetninguna.