Jörundur Hundadagakonungur kominn í Reykholtsdalinn

Ungmennafélag Reykdæla fagnar 100 ára afmæli og setur upp “Þið munið hann Jörund” í Logalandi í Borgarfirði.Eitt elsta ungmennafélag landsins, Ungmennafélag Reykdæla fagnar á þessu ári 100 ára afmæli sínu. Ýmislegt verður gert til að fagna afmælisbarninu en stærstu viðburðirnir eru útgáfa veglegrar bókar um sögu félagsins sem Jóhanna Harðardóttir blaðakona hefur tekið saman og afar vegleg uppfærsla á leikritinu …

Tómstundaskólinn að Kleppjárnsreykjum í Borgarbyggð slær í gegn

Tómsundaskólinn að Kleppjárnsreykjum var opnaður þann 21. janúar 2008. Tómsundaskólinn gengur almennt undir nafninu Selið. Aðsókn að Selinu hefur farið fram úr björtustu vonum. Þar eru nú 17 börn á skrá og starfsmenn orðnir tveir. Selið hefur verið opið á starfs- og foreldradögum í skólanum. Kristín Markúsdóttir íþróttafræðingur kom í heimsókn á síðasta starfsdegi skólans og var með íþróttatíma í …

Leikskólakennarar óskast við leikskólann Andabæ á Hvanneyri

Tveir leikskólakennarar óskast við leikskólann Andabæ á Hvanneyri í Borgarbyggð. Um er að ræða tvær 100% stöður frá 1. maí 2008. Nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 437 0120.   Heimasíða Andabæjar

Veisla á Vesturlandi – Fundur í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

Miðvikudaginn 12. mars næstkomandi verður haldinn stofnfundur Matvælaklasa Vesturlands. Fundurinn verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi og hefst kl. 13:00. Á fundinn kemur Friðrik V, eigandi samnefnds veitingastaðar á Akureyri og einn forvígsmanna ,,Matur úr héraði” hreyfingarinnar fyrir norðan. Einnig Guðmundur H. Gunnarsson, starfsmaður Matís á Höfn í Hornafirði og verkefnisstjóri matvælaklasa Austurlands. Þá verða kynningar frá Laufeyju Steingrímsdóttur og Torfa …

Útvarspútsendingar alla fimmtudaga frá Óðali í Borgarnesi

Stofnað hefur verið útvarpsráð á vegum nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi til að halda utan um útvarpsútsendingar beint frá Óðali. Til að byrja með verða útsendingarnar á milli kl. 18:00 og 22:00 alla fimmtudaga. Útsendingar eru sendar út á FM. Óðal 101,3 og hefjast útsendingar fimmtudaginn 13. mars n.k. Sjá hér auglýsingu frá útvarpsráði.    

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar

Næstu viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar verða þriðjudaginn 11. mars. Þá verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Sjá hér auglýsingu.

Húsaverndunarsjóður Borgarbyggðar

Stjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2008. Umsóknafrestur rennur út 26. mars 2008 og afhending styrkja verður um miðjan apríl. Sjá hér auglýsingu frá sjóðnum. Myndina tók Kay Young af Ensku húsunum við Langá.

Almenn sorpflokkun hafin hjá starfsmönnum ráðhússins í Borgarnesi

Í síðustu viku bættust tvær endurvinnslutunnur frá Gámaþjónustunni í sorptunnuhornið við ráðhúsið í Borgarnesi. Almenn sorpflokkun er hafin hjá starfsmönnum ráðhússins og mun miðað við áhugann þess ekki langt að bíða að almennt sorp teljist þar til undantekningar. Með því að bjóða upp á aðstöðu til sorpflokkunar við ráðhúsið er lagður grunnur að því að draga verulega úr því sorpmagni …

TónVest 2008 – Tónleikar í Borgarneskirkju næstu helgi

Hefð er fyrir því að nemendur og kennarar tónlistarskólanna á Vesturlandi hittist eina helgi á ári til að vinna saman. Í framhaldinu hafa verið haldnir TónVest tónleikar. Fyrirkomulag TónVest verður með breyttu sniði þetta árið því hleypt hefur verið af stokkunum tilraunaverkefni sem notið hefur stuðnings Menningarráðs Vesturlands. Mynduð var hljómsveit með því að safna saman völdum nemendum úr hverjum …