Útivistardagur Borgarbyggðar

Útivistardagur Borgarbyggðar verður haldinn laugardaginn 7. júní og þann dag verður ýmislegt í boði á vegum sveitarfélagsins. M.a. morgunverður í Skallagrímsgarði, kastnámskeið við Álatjörn, opið hús í hjá skátunum í Flugu, tíunda landnámsvarðan afhjúpuð, kynningarbæklingur um Einkunnir gefin út, opið grill, gönguferð um Einkunnir undir leiðsögn, gönguferð um skóginn í Reykholti undir leiðsögn, kynning hjá Slökkviliðinu í Borgarnesi og í …

Fræðsludagur starfsfólks íþróttamiðstöðva

Miðvikudaginn 28. maí var haldinn sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og Akranesi ásamt flokksstjórnendum vinnuskóla þessara sveitarfélaga. Góðir fyrirlestrar voru fluttir, m.a. frá Alþjóðahúsi um fjölmenningarsamfélagið og nýbúamál þar sem Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri fræðsludeildar var með góða kynningu. Eftir hádegi flutti Inga Stefánsdóttir sálfræðingur fyrirlestur um unglingsárin og breytingar á því æviskeiði og þær aðferðir sem hvað best …

Hjóladagur í leikskólanum Klettaborg

Í dag, föstudaginn 30. maí, var hjóladagur í leikskólanum Klettaborg. Börnin komu með hjól og hjálma að heiman og Laufey Gísladóttir lögregluþjónn kom og spjallaði við börnin.  

Mikið er um að vera hjá nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar þessa dagana

Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) hafa í allan dag haft nóg fyrir stafni sér til skemmtunar. Flugdrekasmíði var snemma í morgun og mikið um að vera á skólalóðinni. Í hádeginu var síðan grillveisla og eftir hádegið var meðan annars farið í sápufótbolta á plastvelli á gamla tjaldsvæðinu. Þá er sápu hellt yfir plastdúk og keppendur renna til á flughálu plastinu. Á …

Skipulagsauglýsing – Frístundabyggð í landi Jarðlangsstaða

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlög nr. 73-1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulag. Tillagan gerir ráð fyrir 24 nýjum frístundalóðum á 97 ha. landi til viðbótar við eldri byggð. Í skipulaginu er eldra svæði frístundabyggðar tekið til endurskoðunar og þar mældir inn byggingareitir og lóðamörk. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi …

Grænfáninn afhentur í fjórða sinn

Grænfáninn var afhentur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í dag, 29. maí. Skólinn var einn þriggja fyrstu skóla landsins til að hljóta Grænfánann á sínum tíma, árið 2002. Við athöfnina í dag flutti Guðlaugur Óskarsson skólastjóri ræðu og nemendurnir sem starfa í umhverfisnefnd fluttu pistil um það umhverfisstarf sem fram fer í skólanum. Þá sungu …

Tveimur gersemum plantað í Skallagrímsgarð í Borgarnesi

Tveimur Þöllum frá Skógrækt ríkisins í Skorradal var plantað í Skallagrímsgarði í gær. Þeim var valinn staður í hálfskugga og í skjóli við sitthvorn enda garðsins. Þarna er um tvær gersemar að ræða sem fá sérstaka aðhlynningu hjá Steinunni Pálsdóttur sem sér um umhirðuna í Skallagrímsgarði. Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Tíunda landnámsvarðan rís í Borgarbyggð

Hafin er hleðsla á 10. landnámsvörðunni í Borgarbyggð. Það eru þeir Ari Jóhannesson og Kristinn Arason sem sjá um að hlaða hana. Tíunda varðan er staðsett á Syðri-Einkunn í fólkvangnum Einkunnum. Varðan verður afhjúpuð á útivistardegi Borgarbyggðar, sem verður 7. júní. Landnámsvörðurnar tíu eru staðsettar á helstu sögustöðum Egils sögu. Þær eru eftirfarandi eins og segir á heimasíðu Landnámsetursins: 1. …

Bein útsending af vef Grunnskóla Borgarfjarðar

Vorvika stendur nú yfir í Grunnskóla Borgarfjarðar sem ber yfirskriftina ,,Uppeldi til ábyrgðar, umhverfismálefni og lýðheilsa”. Af því tilefni er rekin fréttastofa í skólanum og frá henni er sjónvarpað kl. 13:45 beint af netinu frá því í dag, þriðjudag til föstudagsins 30. maí.  

Tómstundaskólinn í Borgarnesi býður upp á sumarsmiðjur

Tómstundaskólinn í Borgarnesi verður með sumarsmiðjur í gangi í júní fyrir 1.-4. bekk og 4.-7. bekk. Skráning hefst á morgun, þriðjudaginn 27. maí. Hér má nálgast frekari upplýsingar um námskeiðin og skráningarblað fyrir 4.-7. bekk.