Sjálfsmynd unglings – sýning í Safnahúsi

Birta Rán Björgvinsdóttir heldur nú sína fyrstu ljósmyndasýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar, en sýningin var opnuð 7. júní s.l. og stendur til loka júlí. Þema sýningarinnar er „SJÁLFSMYND UNGLINGS“, en Birta Rán er aðeins 16 ára og var að ljúka námi úr Grunnskóla Borgarness. Þess ber að geta að Birta Rán hefur fengið mikla hvatningu og lof frá ótal meðlimum á …

Ganga í kvöld

Gengið verður frá Snorrastöðum að Vininni í kvöld. Lagt verður af stað kl. 20:30. Þær Hulda Þórðardóttir, Helga Jóhannsdóttir og Áslaug Guðbrandsdóttir hafa staðið fyrir göngum nú í nokkur sumur og er þetta fyrsta ganga sumarsins 2008.  

Tilkynning til hundaeigenda

Ágætu hundaeigendur.   Hafið gát á hundum ykkar þegar ferðast er um landið. Hundar geta valdið ómældum skaða í lambfé og á fuglalífi.   Umhverfis- og landbúnaðarnefnd.  

Óskað er eftir dagforeldri á Hvanneyri næsta vetur

Dagforeldri vantar á Hvanneyri næsta vetur. Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907, um daggæslu barna í heimahúsum.   Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Sótt er um leyfi hjá félagsmálastjóra Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar veita félagsmálastjóri (hjordis@borgarbyggd.is) og fræðslustjóri (asthildur@borgarbyggd.is).  

Opnun sýningarinnar ,,Börn í 100 ár”

Sýningin „Börn í 100 ár“ hefur nú verið opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, en fyrri tímamörk hennar eru lög um skólaskyldu barna sem tóku gildi árið 1908 og rekur Grunnskólinn í Borgarnesi sögu sína til sama tíma. Sérstök hátíðaropnun var á föstudaginn var, en þá mættu sveitarstjórnarmenn, þingmenn og ýmsir framkvæmdaraðilar og velunnarar sýningarinnar til að fagna áfanganum með …

IsNord tónlistarhátíðin

IsNord tónlistarhátíðinverður haldin í fjórða sinn helgina 13.-15. júní. Að þessu sinni er efnisskráin mjög fjölbreytt. Hljómsveitin Hjaltalínsem vakið hefur athygli fyrir frumlega blöndu klassískrar- og popptónlistar byrjar hátíðina með tónleikum í Gamla Mjólkursamlaginu í Borgarnesi föstudaginn 13. júní kl. 20.00. Laugardaginn 14. júní kl. 14.00 heldur Knut Kettingfyrirlestur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar Borgarbraut 23 Borgarnesi, um tónskáldið Carl Nielsen og …

Ungmennafélag Reykdæla hundrað ára – afmælishátíð í Logalandi

Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði fagnar nú hundrað ára afmæli en félagið var stofnað í Deildartungu á sumardaginn fyrsta árið 1908. Félagið er síungt og starfar enn af fullum krafti. Félagið á og rekur félagsheimilið Logaland í Reykholtsdal. Logaland hefur frá upphafi verið alfarið í eigu félagsins og þar hafa félagsmenn iðkað leiklist nánast frá stofnun félagsins, staðið fyrir ýmisskonar skemmtunum …

Grábrókargígar í Norðurárdal

Viðhaldsvinna á vegum Borgarbyggðar við Stóru-Grábrók er hafin með styrk frá Ferðamálastofu. Búið er að laga þau þrep sem voru brotin eða laus á leiðinni upp á hana. Grábrókarsvæðið var friðlýst árið 1962. Hér má sjá hvað reglur gilda um svæðið og hver mörk svæðisins eru. Ferðamenn eru vinsamlegast beðnir að halda sig við merkta göngustíga þar sem gjallið er …

Síðasti skóladagur nemenda í Grunnskólanum í Borgarnesi

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi fögnuðu síðasta skóladegi með því að fara í skrúðgöngu frá skólanum og eftir Borgarbrautinni að Skallgrímsgarði þar einkunnir voru afhendar, þar var boðið upp á tónlist, farið í leiki og grillað. Myndir: Guðrún Jónsdóttir

Umhverfisviðurkenningar 2008

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2008 verða veittar á Sauðamessu 30. ágúst. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd óskar eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar um hverjir að þeirra mati eigi að hljóta viðurkenningar í eftirfarandi flokkum. 1. Snyrtilegasti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði. 2. Snyrtilegasti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði. 3. Myndarlegasta bændabýlið. 4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar. Hér má nálgast auglýsingu þar sem auglýst er …