Köttur í óskilum 2008-11-04

Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar sótti í gær kött á Bifröst eftir ábendingar frá íbúa á Bifröst sem hefur fengið þennan kött ítrekað í heimsókn undanfarið illa til reika. Kötturinn er hvítur högni með fáeina svarta bletti. Hann er með ól en ekki merktur. Kötturinn er ekki skráður hjá Borgarbyggð og því ekki hægt að sjá hver eigandinn getur verið. Ef einhver kannast …

Foreldrafundur í Óðali

Foreldrafundur er í félagsmiðstöðinni Óðal á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember 2008, fyrir foreldra barna í 8. – 10. bekk. Það er félagsmiðstöðin og lögreglan í Borgarfirði og Dölum sem bjóða til þessa fundar. Sjá hér auglýsingu um fundinn.  

Slökkviliðið í heimsókn á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi

Fimmtudaginn 30. október 2008 kom Haukur Valsson frá slökkviliði Borgarbyggðar í heimsókn í leikskólann Ugluklett, til að ræða við elstu börnin um eldvarnir og öryggismál. Hann fór yfir mikilvæg öryggisatriði sem gott er að hafa í huga bæði í leikskólanum og á heimilunum. Haukur sýndi börnunum mynd með Ripp, Rapp og Rupp þar sem þeir gera rýmingaráætlun og hvatti hann …

Fræðsluskilti í Einkunnum

Lokið er uppsetningu fimm veglegra fræðsluskilta í fólkvangnum Einkunnum. Tvö þeirra eru almenn upplýsingaskilti með gönguleiðakorti. Hin fjalla um náttúrufar á svæðinu, eitt um fugla og tvö um plöntur. Fjórða náttúrufarsskiltið sem lýsir lífríki Álatjarnar verður sett upp þegar framkvæmdum við bílastæði, göngustíg, áningastaði og bryggju er lokið við Álatjörn, en skiltið á að standa við bryggjuna. Gert er ráð …

Logi og glóð – átak í forvörnum og fræðslu í leikskólum

Undanfarna daga hefur verið í gangi eldvarnafræðsla í leikskólum Borgarbyggðar. Það er Haukur Valsson eldvarnaeftirlitsmaður Borgarbyggðar sem farið hefur á milli leikskólanna. Þessar heimsóknir eru hluti átaksverkefnis sem er í gangi um allt land og nefnist Logi og glóð og er ætlað börnum í elsta árgangi leikskólanna um allt land. Markmið verkefnisins er að tryggja að eldvarnir í leikskólunum séu …

Tilkynning – Bilun í hitalögnum

Bilun er í hitakerfi gervigrasvallar við Grunnskólann í Borgarnesi og eins er bilun í hitalögnum á frjálsíþróttavelli en fjölmargir nýta völlinn daglega. Að sögn starfsmanna framkvæmdasviðs Borgarbyggðar er unnið að viðgerðum.  

Opnun Vesturlandsstofu

Vesturlandsstofa verður formlega opnuð þann 5. nóvember næstkomandi að Hótel Hamri í Borgarnesi. Þar verður starfssemi stofunnar kynnt fyrir boðsgestum. Stofunni er ætlað að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.Vesturlandsstofa kemur í stað Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands sem verið hefur i Hyrnunni í Borgarnesi undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Vesturlandsstofu er Jónas Guðmundsson. Heimasíða Vesturlandsstofu er www.westiceland.is. Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Húsafriðun

Fyrir skemmstu var opnuð ný heimasíða Húsfriðunarnefndar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar er varða byggingararf þjóðarinnar, þ.á.m. skrá yfir öll friðuð hús á landinu. Hér má nálgast upplýsingar um friðuð hús á Vesturlandi. Öll hús sem eru reist fyrir 1850, eru friðuð og allar kirkjur sem reistar eru 1918 eða fyrr. Leita þarf álits húsafriðunarnefndar í hvert sinn sem …

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 23. október

Ellefta tölublaði Fréttabréfs Borgarbyggðar verður dreyft í dag, 23. október 2008. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er næsta blað væntanlegt um miðjan desember. Meðal efnis í þessu tölublaði er pistill á fosíðu sem ber yfirskriftina ,,Stöndum saman”, þar sem segir m.a. að sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsfólk sveitarfélagsins muni leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins í þeirri …