Jólaball foreldrafélaga leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts var haldið í sal Menntaskóla Borgarfjarðar sunnudaginn 28. desember síðastliðinn. Foreldrafélögin stóðu fyrir balli þessu í góðu samstarfi við Lionsklúbbinn Öglu og Menntaskóla Borgarfjarðar og tókst afar vel til. Talið er að milli 300 og 400 prúðbúnir gestir hafi dansað kringum jólatréð með tónlistarfólkinu Ásu Hlín og Ívari, sem stjórnuðuð dansinum ásamt þeim Stekkjastaur …
Strætóferðir milli Borgarness og Reykjavíkur hefjast 2. janúar 2009
Strætó bs. hefur akstur milli Reykjavíkur, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness, föstudaginn 2. janúar 2009. Á virkum dögum verða eknar átta ferðir til og frá Borgarnesi, fjórar ferðir á laugardögum og þrjár ferðir á sunnudögum. Bæklingur hefur verið sendur á hvert heimili í Borgarbyggð. Fljótlega verða upplýsingar um ferðir ofl. aðgengilegar hér á heimasíðu Borgarbyggðar.
Gleðileg jól
Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Fjárhagsáætlun 2009
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009 var lögð fram til fyrri umræðu 11. desember s.l. Hún verður tekin til seinni umræðu 8. janúar n.k. Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki um rúmlega 7% og verði 1663 milljónir. Gert er ráð fyrir að meðalverðbólga á árinu …
Skólafréttir GBF komnar út – 2008-12-19
Fimmta tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er komið út. Á forsíðu blaðsins er m.a. lítil saga eftir Flosa Ólafsson sem heitir ,,Jólagjöf handa konunni”. Í blaðinu er einnig dagská litlu jólanna sem eru í skólanum í dag. Hér má nálgast Skólafréttir í heild sinni.
Björgunarsveitin Heiðar með jólatrjáasölu í Daníelslundi síðustu helgina fyrir jól
Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verður með jólatrésölu í Daníelslundi laugardaginn 20. desember og sunnudaginn 21. desember frá kl. 12 til 16. Hér má nálgast fréttatilkynninguna.
Jólaútvarp Óðals í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær
Hið árlega og sívinsæla jólaútvarp Óðals á FM 101,3 fékk umfjöllun í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær, þriðjudaginn 18. desember. Hér er hægt að hlusta á fréttina á vef Ríkisútvarpsins http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4398142/2008/12/16/16/.
Náttsöngur Kammerskórs Vesturlands
Kammerkór Vesturlands flytur aðventu- og jólatónlist við allra hæfi í Borgarneskirkju í kvöld, fimmtudaginn 18. desember kl. 21:00. Einnig verður almennur söngur. Stjórnandi kórsins er Sigurður Rúnar Jónsson. Allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar samveru á áliðinni aðventu. Aðgangur er ókeypis.
Jólaball í Borgarnesi milli jóla og nýárs
Eftir nokkurra ára hlé gefst Borgnesingum kostur á að upplifa alvöru jólaball á ný. Það voru stjórnarkonur í foreldrafélagi leikskólans Klettaborgar sem ákváðu að eitthvað þyrfti að gera í þessum málum, og viðruðu hugmyndina um sameiginlegt jólaball fyrir öll leikskólabörn bæjarins við stjórn foreldrafélags leikskólans við Ugluklett. Það var samdóma álit allra í þessum stjórnum að þetta væri eitthvað sem …
Strætó milli Borgarness og Reykjavíkur
Strætóferðir munu hefjast 1. janúar 2009 milli Borgarness og Reykjavíkur með viðkomu á Akranesi. Þetta er samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Frekari umfjöllun um þetta verður í Fréttabréfi Borgarbyggðar sem fer í dreifingu fyrir jól.