Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2008 útnefndur

Að afloknum sigurleik Skallagríms á Tindastóli í körfunni í gærkvöldi var Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2008 útnefndur. Það var Bjarki Pétursson, golfari sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður tómstundanefndar afhenti íþróttafólkinu viðurkenningar en tómstundanefnd hefur veg og vanda að kjörinu. Þá fékk Bjarki Pétursson auk þess viðurkenningu og styrk úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar en þetta mun …

Breytingar hjá Grunnskóla Borgarfjarðar

Við KleppjárnsreykjaskólaSíðastliðinn þriðjudag tók í gildi nýtt skipulag á stjórn og kennslu í Grunnskóla Borgarfjarðar. Breytingar eru þær helstar að Aldís Eiríksdóttir hættir sem aðstoðarskólastjóri að eigin ósk. Hún mun hefja störf sem kennari á Hvanneyri frá og með næsta mánudegi. Guðjón Guðmundsson íþróttakennari mun taka við stöðu aðstoðarskólastjóra og sinnir því starfi fyrst um sinn. Flemming Jessen verður deildarstjóri …

Forsetahjónin í Borgarnesi

Forsetinn spjallar við nemendur MB_mynd ÞÁForsetahjónin, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, voru í óopinberri heimsókn í Borgarnesi í gær. Þau heimsóttu meðal annars Landnámssetrið, Menntaskóla Borgarfjarðar, Ráðhús Borgarbyggðar og Dvalarheimili aldraðra.Forsetahjónin gáfu sér góðan tíma til að spjalla við fólk og kynna sér daglegt líf og störf Borgfirðinga.  

Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf 2009

Safnahús Borgarfjarðar_ mynd GJ Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á bókasafni og við sýningarvörslu, þrif og fleira. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, vera samviskusamur og hafa góða og vandaða framkomu ásamt ríkri þjónustulund. Mikilvægt er einnig að eiga auðvelt með samskipti og geta auk íslensku haft ensku vel á valdi sínu. …

Á svið – leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms

  Leikhópur Skallagríms-mynd OHRLeikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms frumsýnir leikritið “Á svið” eftir Rick Abbot föstudaginn 20. febrúar næstkomandi í félagsheimilinu Lyngbrekku. Þetta er gamanleikur í þremur þáttum. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp leikritið “Hið fúla fólsku morð” og er óhætt að segja að margt fari úrskeiðis og gangi á ýmsu hjá leikhópi þessum. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson …

Háskóladagurinn á laugardag

Laugardaginn 21. febrúar kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni. Háskóli Íslands verður á Háskólatorgi, Gimli og Odda í Háskóla Íslands og í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Þá verður á sama tíma boðið upp á …

Breytingar á störfum hjá Borgarbyggð

Sigurjón Jóhannsson dreifbýlisfulltrúi lét af störfum hjá Borgarbyggð um síðustu áramót eftir margra árafarsælt starf. Ákveðið hefur verið að ráða ekki nýjan starfsmann í hans stað, heldur taka aðrir starfsmenn við hans verkefnum um leið og verkaskipting verður nokkuð breytt frá því sem verið hefur.   Björg Gunnarsdóttir verður umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi í fulltu starfi. Hennar helstu verkefni verða umsjón …

Tónleikar í Reykholtskirkju

Kammerkórinn StakaHinn “næstum” íslenski kór Staka mun halda tónleika í Reykholtskirkju þann 22. febrúar kl.16.00. Staka er ungur kammerkór sem starfar í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur kórinn sungið víða og fengið mikið lof fyrir. Meðlimir Stöku hafa flestir einhverja tónlistarmenntun og kórreynslu sér að baki.   Staka hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist erlendis, en á …

Styrkir til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að veita 100 milljónum króna af byggðaáætlun 2006-2009 til að styrkja uppbyggingu í ferðaþjónustu. Styrkirnir skiptast í tvo flokka og er nauðsynlegt að verkefnið sé atvinnuskapandi á viðkomandi svæði. Flokkarnir eru: Móttökuaðstaða í höfnum fyrir farþega skemmtiferðarskipa, en varið verður 30 milljónum til upplýsingagjafar, fegrunar umhverfis, uppsetningar þjónustuhúss o.fl. Nýsköpun í ferðaþjónustu, en varið verður 70 milljónum …

Rúlluplastsöfnun í Borgarbyggð

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð fer fram dagana 20. – 28. febrúar næstkomandi. Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa þjónustu og ekki hafa enn pantað eru hvattir til að tilkynna nú þegar til skrifstofu Borgarbyggðar hvort þeir vilji láta sækja til sín rúlluplast. Næstu safnanir á rúlluplasti verða svo 13. – 22. apríl og 6. – 15. júní. …