Sölustaðir tóbaks í Borgarnesi afgreiða ekki tóbak til barna

Fjör í ÓðaliStýrihópur um forvarnir í Borgarbyggð stóð í febrúar s.l. fyrir könnun á aðgengi barna undir 18 ára aldri að tóbaki hjá söluaðilum í Borgarnesi. Slík könnun hefur verið gerð af og til frá árinu 2000 og hefur komið misvel út. Ástandið var sérstaklega slæmt á árunum 2007 og 2008 þegar mikið var um að börn afgreiddu börn um …

Heimsókn í Ráðhúsið

Síðastliðinn föstudag komu nemendur 2. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi ásamt kennurum sínum, í starfskynningu í Ráðhúsið í Borgarnesi. Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigurjón Einarsson leiða krakkana í allan sannleik um skipulagsmál í Borgarbyggð og Pál Brynjarsson fara yfir gatnagerðarmál með þeim og vísa í myndir Sigvalda Arasonar til myndræns stuðnings. Krakkarnir voru áhugasöm og gaman að fá þau í …

Svæðalandvörður í Borgarbyggð

Hraunfossar Umhverfisstofnun hefur nú auglýst til umsóknar störf landvarða á komandi sumri. Um eitt starf svæðalandvarðar er að ræða í Borgarbyggð. Síðastliðið sumar var í fyrsta sinn ráðið í starfið og var það tilraunaverkefni. Um er að ræða landvörslu við Hraunfossa, Eldborg, Grábrók, í Húsafellskógi og Geitlandi. Upplýsingar má nálgast á vef Umhverfisstofnunar http://ust.is/  

Stóra upplestrarkeppnin

Sigurvegarar keppninnar ásamt kennurum.Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Þinghamri, Varmalandi miðvikudaginn 18.mars. Þetta var vesturlandshluti keppninnar og áttust við lið frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Heiðarskóla, Grunnskólanum í Búðardal og Laugargerðisskóla. Það var nemandi Grunnskóla Borgarfjarðar, Þorsteinn Bjarki Pétursson frá Geirshlíð í Flókadal sem bar sigur úr býtum. Annað og þriðja sætið hrepptu þær Fanney Guðjónsdóttir og …

Aðalfundur Skallagríms

  Aðalfundur Ungmennafélagsins Skallagríms verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Óðali, mánudaginn 30. mars næstkomandi og hefst kl: 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Tillaga að breytingum á lögum félagsins liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar. 3. Önnur mál. 4. Ný heimasíða félagsins verður kynnt.    

Árshátíð Grunnskóla Borgarness

Unglingarnir í Nemendafélagi Grunnskóla Borgarness setja í ár á svið í Óðali leikritið “Skólavaktin” sem er frumsamið leikrit um líf og starf í Grunnskólanum í Borgarnesi. Unglingarnir sömdu handritið sjálf og taka þarna sérstaklega til skoðunar ávana og kæki kennara sinna og gera að þeim góðlátlegt grín. Það er Eygló Lind Egilsdóttir sem leikstýrir unglingunum að þessu sinni. Frumsýnt verður …

Borgfirsk list í Hafnarfirði

Á dögunum brugðu kvenfélagskonur úr Reykholtsdalnum undir sig betri fætinum og fóru í menningarreisu um höfuðborgarsvæðið. Þær tóku m.a. hús á Sigríði Jónsdóttur sem lengi bjó í Reykholtsdalnum en býr nú í Hafnarfirði. Í garði Sirrýjar er stór veggur sem hún hefur fengið Jósefínu Morréll listamann og sauðfjárbónda á Giljum í Hálsasveit til að mála fyir sig. Þrátt fyrir að …

Æfa frumsaminn söng og gamanleik

Hafsteinn og BjartmarFélagar í Ungmennafélagi Reykdæla í Reykholtsdal hafa oft á tíðum farið ótróðnar slóðir í verkefnavali. Undanfarnar vikur hafa þeir staðið í ströngu og eru nú að færa á svið í Logalandi nýjan frumsaminn söng- og gamanleik eftir heimamenn. Höfundar eru þeir Bjartmar Hannesson bóndi á Norður Reykjum og Hafsteinn Þórisson bóndi og tónlistarkennari á Brennistöðum. Hafsteinn samdi 18 …

Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar 2009

Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 11. mars s.l. Eins og venjulega var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði við skoðun á umsóknum, en þær voru alls 31 talsins og hljóðuðu upp á 15 milljónir. Úthlutað var kr. 2.800 til 20 styrkhafa en þetta árið voru engin heiðursveðlaun veitt vegna aðhalds í rekstri. Nánar um styrkúthlutanir …

Alþingiskosningar – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25.apríl 2009. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl.09.00 til 15.00. Einnig verður hægt að kjósa pálmasunnudag 5.apríl og sumardaginn fyrsta þann 23.apríl frá kl.10.00-14.00. Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki …