Höfðingleg gjöf Húsasmiðjunnar í Borgarnesi

Linda Björk Pálsdóttir fjármálastjóri sveitarfélagsins, tók í dag á móti gjöf frá Húsasmiðjunni í Borgarnesi til grunn- og leikskóla Borgarbyggðar. Um er að ræða nokkra kassa af jólaskrauti til notkunar í skólunum. Húsasmiðjunni eru hér færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem án efa á eftir að lífga upp á skólana okkar og gleðja börn jafnt sem fullorðna.  

Selló og harpa í Borgarneskirkju

Gunnar og ElísabetGunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari koma fram á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju sunnudaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt en þar verða meðal annars flutt verk eftir Bach, Boccherini, Dvorák, Glinka, Rachmanioff og Tournier. Sjá nánar hér.  

Nemendur teknir inn um áramót

Háskólinn á Bifröst hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að hefja nám um áramót. Skólinn hefur því nú ákveðið að taka inn nemendur um áramót í allar háskóladeildir í staðnámi og fjarnámi. Kennsla hefst strax eftir áramót og umsóknarfrestur er til 15. desember. Kennsla í einstökum námsleiðum er háð því að nægjanlegur fjöldi skrái sig.  

Aðaltvímenningur Briddsfélags Borgarfjarðar

Undanfarin mánudagskvöld hafa félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar spilað eins kvölds keppnir. Mánudaginn 26. október hefst hins vegar aðaltvímenningur félagsins og stendur hann yfir í 6-7 kvöld. Allir eru velkomnir að taka þátt en æskilegt er að láta Jón Eyjólfsson eða Ingimund Jónsson vita um þátttöku og upplagt að gera það í kvöld. Spilað er í Logalandi og hefst spilamennskan ætíð …

Hverjir eru mennirnir?

Þessi mynd af hópi virðulegra manna er til í Safnahúsi Borgarfjarðar. Gaman væri að fá upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Þeir sem þekkja einhvern á myndinni eru beðnir um að senda upplýsingar á skjalasafn@safnahus.is eða hafa samband við Jóhönnu Skúladóttur hjá Safnahúsi í síma 430 7206. Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.  

Hlaðvarpinn – Menningarsjóður kvenna

Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna á Íslandi, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki, en umsóknarfrestur er til 11. nóvember og geta umsækjendur verið konur, samtök þeirra, félög eða fyrirtæki. Markmið sjóðsins er að styrkja menningarstarfsemi kvenna sem beinist að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Með menningarstarfsemi er átt við hvers kyns listir, rannsóknir …

Lionsklúbbarnir skemmtu eldri borgurum

Þriðjudaginn 13. október héldu Lionsklúbbarnir í Borgarnesi boðsskemmtun á Hótel Borgarnesi fyrir eldri borgara í Borgarbyggð. Mæting var afar góð en alls komu um 130 manns og skemmtu sér saman. Meðal skemmtiatriða var danssýning tveggja ungra stúlkna úr Borgarnesi en þær stunda dansnám hjá Evu Karen á Kleppjárnsreykjum. Óskar Þór sýndi ljósmyndir og myndbönd víðsvegar úr sveitarfélaginu. Unnur Halldórsdóttur í …

Karfan á fullri ferð!

Meistaraflokkar eru nú að leika sína fyrstu leiki í körfu og Skallagrímur er þegar búinn að mæta Haukum á útivelli. Leikurinn fór fram um síðustu helgi og Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Haukum en þeim er spáð efsta sæti í deildinni. Næsta föstudagskvöld 16. okt. verður fyrsti heimaleikur hjá strákunum en þá mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn. Meistaraflokkur kvenna byrjar á …

Höfðingleg gjöf til Varmalandsskóla

Magnús Ólafsson og Íris GrönfeldtMagnús Ólafsson faðir nemanda við Varmalandsskóla kom færandi hendi á dögunum og gaf skólanum nokkur íþróttatæki. Dóttir Magnúsar hafði sagt pabba sínum að sér finndist vanta fleiri tæki fyrir frjálsar íþróttir. Hann brást snarlega við og færði skólanum kúluvarpskúlur, æfingaspjót, grindur og bolta. Bestu þakkir fyrir góða gjöf, Magnús! Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans …

Sauðamessa 2009 – fréttatilkynning

Borgfirðingar ætla að verða við kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og leggja fram fjárskuldbindingar í formi lausafjár sem rekið verður eftir götum Borgarness n.k. laugardag þann 17. október. Messugjörð hefst formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Viljum við biðja íbúa og gesti um aðstoð við að verja heimalönd íbúa við Borgarbraut, Þorsteinsgötu og Skallagrímsgötu en það …