Vegna skýrslu um hagræðingu í skólamálum

Nokkrar ábendingar hafa borist vegna skýrslu vinnuhóps um hagræðingu í skólamálum. Villandi þykir að í útreikningi vegna skólanna er allur kostnaður Borgarbyggðar vegna Laugargerðisskóla tekinn inn en einungis launakostnaður hinna skólanna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna reksturs Laugargerðisskóla.  

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

Framundan er söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð. Þeir sem vilja láta sækja til sín plast, eru minntir á að skila inn beiðnum hið fyrsta en auglýsing um söfnunina var send út fyrir skemmstu.Söfnun á rúlluplasti 2009 – 2010, frá lögbýlum í Borgarbyggð, verður með eftirfarandi hætti. Farnar verða fjórar ferðir um sveitarfélagið til vors, þ.e. 29. október – …

Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið

Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af öllum skattskyldum tekjum undanfarins árs, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var reiknaður í upphafi árs 2009 lá fyrir …

Skáld á ferð í Safnahúsi

Böðvar Guðmundsson kom í sitt heimahérað í gærkvöldi og las upp úr nýrri bók sinni Enn er morgunn, í Safnahúsi Borgarfjarðar. Um sögulega skáldsögu er að ræða og bíða margir spenntir eftir að lesa þetta nýjasta verk skáldsins. Bókakynningin var vel sótt og gerður góður rómur að því sem kynnt var, en auk bókar Böðvars voru það Snorri eftir Óskar …

Bernd Ogrodnik í leikferð til Kanada

Bernd brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Þessa vikuna hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox leikhúsinu í Vancouver, …

Fræðslufundur um breyttar varnarlínur og sóttvarnir

Ný auglýsing var birt í lok september um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma sem skilgreinir nýja skiptingu aðal – og aukavarnalína. Breytingar á varnarlínum og sóttvarnir verða til umfjöllunar á fræðslufundi Matvælastofnunar sem haldinn verður þriðjudaginn 27. október kl. 16.00 – 17.00 í Ásgarði á Hvanneyri. Sjá auglýsingu um fundinn hér  

Skýrsla vinnuhóps um hagræðingu í fræðslumálum

Síðastliðið sumar skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar vinnuhóp til að gera tillögur um leiðir til að draga úr kostnaði við rekstur fræðslumála í Borgarbyggð, en fræðslumálin hafa tekið til sín um 65% af skatttekjum sveitarfélagsins. Í vinnuhópnum voru; Finnbogi Rögnvaldsson, Finnbogi Leifsson, Hrefna B. Jónsdóttir og Snorri Sigurðsson. Auk þess störfuðu þær Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri með hópnum. …

Fortamningar hrossa – LBHÍ

Laugardaginn 24. október næstkomandi býður Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu. Námskeið þetta er ætlað öllu áhugafólki um íslenska hestinn og reiðmennsku. Námskeiðið nýtist sérstaklega vel þeim sem eru að …

Sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar

SonatorrekFimmtudaginn 22. október næstkomandi kl. 20.00 verður sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem lesið verður upp úr fjórum bókum er allar tengjast Borgarfirðinum. Eftirtaldir lesa upp úr verkum sínum: Bragi Þórðarson, Óskar Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Böðvar Guðmundsson. Bækurnar eru gefnar út af Uppheimum og JPV forlagi. Í lok dagskrár fer Bjarni Guðmundsson með kvæðið Sumar eftir Guðmund skáld Böðvarsson …

“Jól í skókassa”

Nú er aftur farið af stað verkefnið “Jól í skókassa” á vegum KFUM og KFUK. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja …