Skipað í Barnaverndarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar sem hefur tekið við hlutverki félagsmálanefndar, kom saman til fyrsta fundar mánudaginn 12. júlí síðastliðinn. Á fundi nefndarinnar voru kosnir fulltrúar Borgarbyggðar í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala. Fulltrúar Borgarbyggðar eru þau Friðrik Aspelund, Inga Margrét Skúladóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir. Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala fer með verkefni barnaverndarnefndar skv. barnaverndarlögum. Félagsmálastjóri fer með daglega framkvæmd og skal tilkynningum …

Tvær sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Frá sýningunni Börn í 100 ár_gjTvær sýningar eru nú í gangi í Safnahúsi. Annars vegar er það sýningin Börn í 100 ár, sem er á neðri hæð hússins. Þar er opið frá 13-18 alla daga sumarsins. Sýningin þykir einstök í sinni röð og segir sögu Íslands á 20 öld úr frá sjónarhóli og umhverfi barna. Hún hentar jafnt fyrir Íslendinga …

Frjálsíþróttabúðir UMSB

Frjálsíþróttabúðir Ungmennasambands Borgarfjarðar verða á Skallagrímsvelli dagana 10.-11. júlí næstkomandi. Æfingarnar eru ætlaðar krökkum á unglingalandsmótsaldri, 11 til 18 ára. Á laugardaginn verða tvær æfingar, sú fyrri klukkan 10.00 – 11.30 og seinni æfingin klukkan 14.00 – 15.30. Á sunnudaginn verður mót klukkan 14.00 – 16.00 og þá geta krakkarnir keppt í því sem þau vilja. Þjálfarar er þær Unnur …

Laust starf hjá Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir tónmenntakennara í 65% stöðuhlutfall fyrir næsta skólaár. Kennari þarf að kenna á fleiri en einni starfsstöð. Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri, sími 430-1504 / 847-9262.  

Svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 kynning

Samvinnunefnd um svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 boðar til kynningar á niðurfellingu svæðisskipulagsins, sbr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga m. s. br. Kynningin fer fram föstudaginn 2. júlí 2010 frá kl. 10:00 – 12:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi. Fyrir hönd samvinnunefndar Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar    

Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017, kynning

Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 boðar til kynningar á niðurfellingu svæðisskipulagsins, sbr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga m.s.br.. Kynningin fer fram föstudaginn 2. júlí 2010 frá kl. 10:00 – 12:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu skipulags- og byggingamála Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. F.h. samvinnunefndar Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps.   …

Málstofa á Bifröst

Málstofa verður í Hriflu, hátíðarsalnum á Bifröst klukkan 14.00 í dag, mánudaginn 28. júní. Þar verður bókin Kreppa kynnt og síðan verða umræður um hrunið og hvaða áhrif það hefur á stöðu lítilla hagkerfa í alþjóðlegu umhverfi.  

Sveitarstjórn ályktar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn, ályktun um rannsókn á málefnum Sparisjóðs Mýrarsýslu, ályktun um starfsemi háskóla í Borgarbyggð og ályktun um samgöngumál   Varðandi rannsókn á málefnum Sparisjóðs Mýrasýslu, var svohljóðandi ályktun samþykkt samhljóða: “Sveitarstjórn Borgarbyggðar ítrekar ályktanir fyrri sveitarstjórnar til Alþingis um að fram fari óháð úttekt á falli Sparisjóðs Mýrasýslu sem og öðrum …

Inga Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðin í sumarvinnu við skráningu gæludýra í Borgarbyggð

Borgarbyggð hefur ráðið Ingu Björk Bjarnadóttur í sumarvinnu í nokkrar vikur við að bæta skráningu á gæludýrum í sveitarfélaginu. Allt of algengt hefur verið að handsömuð strokudýr hafi verið óskráð. Undanfarnar vikur hefur hún unnið við að safna upplýsingum um gæludýr í þéttbýli í sveitarfélaginu og athuga hvort þau séu á skrá. Í ljós hefur komið að vitað er um …

Sjálfboðaliðar óskast!

Það verður í mörg horn að líta við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins í Borgarnesi. Margar hendur vinna létt verk og nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem glæsilegast og um leið góð kynning fyrir byggðarlagið. Mörg störf þarf að vinna. Uppsetning skilta og fána og almennur undirbúningur vikuna fyrir mót, móttaka …