Endurvinnslutunnur

Frá og með 1. október verður sú breyting á sorphirðu að endurvinnslutunnur verða settar við öll hús í þéttbýli í Borgarbyggð. Þetta á því við um Borgarnes, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Reykholt, Bæjarsveit, Varmaland og Bifröst. Þeim sem nú þegar eru með endurvinnslutunnur er bent á að þeir geta sagt þeim upp til viðkomandi fyrirtækis en nýju tunnurnar verða á vegum sveitarfélagsins. …

Síðasta kvöldganga sumarsins

Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur skipulagt sjö kvöldgöngur í sumar og hafa þær verið vel sóttar. Sjöunda og síðasta kvöldganga Ungmennasambandsins í sumar verður í kvöld, fimmtudaginn 2. september. Gangan hefst kl. 19.30 og gengið verður upp Árdalsgil Mæting við Árdal. Göngustjóri verður Pétur Jónsson. Í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið á eftir að fara tvær göngur til að ná í …

Breyttur opnunartími á gámastöðinni í Borgarnesi

Opnunartími gámastöðvarinnar í Borgarnesi breyttist þann 1. september síðastliðinn. Opnunartíminn verður framvegis frá kl. 14.00 – 18.00 alla daga nema sunnudaga og lögbundna frídaga. Framkvæmdasvið    

Fótboltamót á Hvanneyri

Ungmennafélagið Íslendingur heldur fótboltamót á Sverrisvelli á Hvanneyri næstkomandi laugardag 4. september. Mótið hefst kl. 11.00 og keppt verður í fimm aldursflokkum, 6 – 9 ára, 10 – 12 ára, 13 – 15 ára, 16 – 19 ára og 20 ára og eldri. Keppt verður í sjö manna bolta og liðin mega vera blönduð. Að keppni lokinni verða skemmtiatriði og …

Auglýsing um svæðisskipulag Mýrasýslu

Niðurfelling svæðisskipulags Mýrasýslu 1998-2010 Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Mýrasýslu hefur samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 vegna nýs aðalskipulags Borgarbyggðar 2010 – 2022. Niðurfellingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin eru einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og þau má nálgast hér Þeim sem telja sig hagsmuna …

Auglýsing um skipulag í Borgarbyggð og Skorradalshreppi

Niðurfelling svæðisskipulags sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar hefur samþykkt að fella úr gildi svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 vegna nýrra aðalskipulaga sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Niðurfellingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Skorradalshrepps …

Auglýsing um skipulag í Borgarbyggð

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum ásamt umhverfisskýrslu skv. 4. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin …

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Vegna viðgerða á gólfefnum í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi verða gestir okkar og iðkendur að ganga inn í húsið að neðanvörðu þ.e. inn milliganginn niður með húsinu næstu þrjá daga. Beðið er velvirðingar á óþægindum þessum. Spinning og þolfiminámskeið hefjast svo í næstu viku þ.e. 6. sept. en vatnsleikfimi og æfingar í þreksal eru þegar komið á fulla ferð með …

Fundartími nefnda hjá Borgarbyggð

Fastanefndir Borgarbyggðar sem hafa reglulega fundartíma hafa nú ákveðið hvenær fundir þeirra fara fram. Byggðarráð Byggðarráð fundar á fimmtudögum kl. 8.00 í ráðhúsi Borgarbyggðar. Formaður byggðarráðs er Björn Bjarki Þorsteinsson. Borgarfjarðarstofa Borgarfjarðarstofa fundar fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16.30. Formaður Borgarfjarðarstofu er Jónína Erna Arnardóttir. Velferðanefnd Velferðanefnd fundar annan mánudag í hverjum mánuði kl. 15.00. Formaður velferðanefndar er Friðrik …

Fundur vegna sölu Límtré Vírnets

Borgarbyggð og Atvinnuráðgjöf Vesturlands boða til opins fundar í Menntaskóla Borgarfjarðar á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 17.00. Umræðuefnið er staða mála varðandi væntanlegt söluferli á Límtré Vírneti ehf.