Kjördeildir í Borgarbyggð 2011-

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl 2011 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og …

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Nýr gæludýraeftirlitsmaður hefur störf

Nýverið var auglýst starf gæludýraeftirlitsmanns norðan Hvítár. Sjö umsóknir bárust um starfið og voru allir umsækjendurnir teknir í viðtal.   Ákveðið hefur verið að ráða Huldu Geirsdóttur í Borgarnesi og hefur hún störf í næstu viku.   Sigurður Halldórsson sem verið hefur eftirlitsmaður fyrir alla Borgarbyggð sinnir nú bara svæðinu sunnan Hvítár.   Hér má sjá frekari upplýsingar um gæludýraeftirlitið. …

Matjurtagarðar 2011

Íbúum Borgarbyggðar gefst nú kostur á að leigja sér matjurtagarða fyrir sumarið. Garðarnir eru í landi Gróðrastöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi. Boðið er upp á tvær stærðir garða, 15 m2 á kr. 3.950 og 30 m2 á kr. 5.600. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfisfulltrúa í síma 437 1100 eða senda póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.s. Auglýsingu …

Leiklistin blómstrar í Borgarbyggð

Um þessar mundir eru margar skemmtilegar leiksýningar í gangi í Borgarbyggð og glæsileg Brúðuleikhúshátið í Borgarnesi nú um helgina. Ungmennafélag Reykdæla verður með tvær aukasýningar á “Með vífið í lúkunum” í Logandi, fimmtu- og föstudagskvöld. Leikdeild Skallagríms verður með hádegissýningu á Ferðinni á heimsenda í Lyngbrekku á laugardag. Mr. Skallagrímsson birtist í Landnámssetri á föstudagskvöld og Leiklistarfélag MB …

Aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur

Frá fundi ORÍ gær var kynnt aðgerðaráætlun sem á að tryggja rekstur Orkuveitu Reykjavíkur til frambúðar.Í áætluninni er gert ráð fyrir að verulega verði dregið úr framkvæmdum og viðhaldsverkefnum, eignir verði seldar, dregið verði úr rekstarkostnaði, gjaldskrár hækki og eigendur láni fyrirtækinu fjármagn. Borgarbyggð er einn eigenda fyrirtækisins og er eignarhlutur sveitarfélagsins 0.93%. Ljóst er að þættir í aðgerðaáætlunin munu …

Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar 2011

Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 14. mars síðastliðinn. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 32 talsins og hljóðuðu upp á 13 -15 milljónir. Úthlutað var kr. 2.000.000 til 20 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum: Björgunarsveitin Brák Dagskrá á Sjómannadag 100.000 Danshópurinn Sporið Varðveisla og kynning þjóðdansa …

Auglýsing um kjörskrá

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 9. apríl 2011 liggur frammi, á afgreiðslutíma, á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 30. mars til og með 8. apríl. Skrifstofustjóri  

Brúðuleikhúshátíð í Borgarnesi

Helgina 31. mars – 3. apríl verður fyrsta alþjóðlega brúðuleikhúshátíðin haldin í Brúðuheimum, BIP (Borgarnes International Puppet Festival). Hátíðin er haldin í húsakynnum Brúðuheima í Englendingavík, en hún mun einnig teygja anga sína víðsvegar um gamla bæinn í Borgarnesi og glæða hann lífi með fjölbreyttum dagskráratriðum. Í ár er lögð megináhersla á norrænt brúðuleikhús á hátíðinni. Heiðursgestur hátíðarinnar er …

Íbúafundur um landbúnaðarmál 2011

Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til íbúafundar þar sem málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Kynnt verður aðkoma sveitarfélagsins að þessum málaflokki. Hér gefst tækifæri til að ræða refa- og minkamálin, sorphirðuna og smalanir, svo fátt eitt sé nefnt. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þann 28. mars og hefst kl. 20:30.