Sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar

Sagnakvöld verður haldið í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi fimmtudaginn 3. nóvember n.k. kl. 20.00. Dagskráin verður í senn fjölbreytt og borgfirsk. Á dagskrá verða kynningar á nokkrum nýjum bókum sem tengjast héraðinu með einum eða öðrum hætti auk þess sem tónlistin kemur við sögu. Sjá auglýsingu hér  

Basar og opinn dagur á Dvalarheimilinu

Hinn árlegi basar á Dvalarheimili aldraðra i Borgarnesi verður haldinn laugardaginn 5. nóvember. Húsið opnar kl. 15.00 og verða munirnir til sýnis til kl. 16.00 en þá hefst salan. Það er ekki posi á staðnum og því einungis tekið við reiðufé. Kaffisala verður á dvalarheimilinu kl. 15.00 – 17.00. Ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð heimilisfólks. Allir hjartanlega velkomnir.  

Samspilstónleikar í Tónlistarskólanum

Samspilstónleikar 2010 Nú er þemavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þemað er samspil, nemendur æfa samspilsatriði sem síðan verða flutt á tónleikum í sal skólans fimmtudaginn 3. nóvember. Þar munu nemendur flytja dúetta, tríó og fleiri samspilsatriði. Allir eru velkomnir að koma og eiga huggulega stund og hlýða á fjölbreytilegann tónlistarflutning nemenda. Kaffi og kruðerí á kr. 500.- Tónleikarnir hefjast kl. 18.00. …

Köttur í óskilum 2011-10-31

Svartur köttur með hvítar tær og blesu er í óskilum hjá dýraeftirlitsmanni. Kötturinn, sem var handsamaður við bæinn Ausu í Andakíl, er með tvær ólar en ómerktur. Þeir sem kannast við köttinn eru beðnir að hafa samband við dýraeftirlismann í síma 435 1415 eða umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100.  

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 1 nóvember

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Land míns föður og Borgríki

Tilkynning frá Poppoli: Næstkomandi föstudag, 28. október, stendur Poppoli kvikmyndafélag fyrir bíókvöldi í Dalabúð. Sýningin fer fram í þakklætisskyni fyrir ómetanlega aðstoð Dalamanna við gerð kvikmynda á undanförnum þremur árum. Á þessum tíma var gerð heimildamyndin Land míns föður sem fjallar um íslenskt sveitasamfélag með áherslu á líf og störf þriggja bænda í Dölunum. Nú er samsagt komið að sérstakri …

Sagnakvöld Safnahússins 3. nóvember

Bækur eru gleðigjafar skammdegisins Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar í ár verður fimmtudagskvöldið 3. nóvember kl. 20.00. Höfundar lesa upp úr bókum sínum og þjóðlög verða sungin í minningu Bjarna Þorsteinssonar. Takið daginn frá, nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur.  

Jól í skókassa

Áttunda árið í röð stendur KFUM & KFUK á Íslandi fyrir verkefninu ,,Jól í skókassa” Þetta verkefni er unnið af hópi úr KFUM og KFUK og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkrar gjafir í skókassa. Kassanum er síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkraínu. Markmiðið með verkefninu er að gleðja þurfandi börn í …

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2011

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið á fundi sínum 18. október s.l. Við endurskoðun voru gerðar breytingar á tekjuliðum, rekstarliðum, fjármagnsliðum og nýframkvæmdum. Á heildina litið er gert ráð fyrir betri rekstarniðurstöðu en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir vegna jákvæðra breytinga á fjármagnsliðum, en veltufé frá rekstri er hins vegar nokkru lægra en upphaflega var áætlað.   …

Þjóðahátíð

Festival of nations Sábado, 05 de noviembre 14:00-17:00 laugardag 5. nóv. 2011 14:00-17:00 Lugar Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum Akranesi, Iceland   Más información Þjóðahátíðin er stór viðburður, á síðasta ári kynntu fulltrúar meira en 25 landa menningu sína í mat, drykk, dansi söng og svo framvegis, um hundrað sjálfboðaliðar ef erlendum uppruna komu að skipulagningu og að minnsta kosti 1500 gestir …