Sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Þrjár stærri sýningar verða í Safnahúsinu í sumar.Auk sýningarinnar Börn í 100 ár verður uppi sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar og sýning um sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka. Auk þessa eru ýmsar smáar sýningar í húsinu, s.s. um Pourquoi-pas?, smíðisgripir málverk og fleira. Bókasafnið er opið alla virka daga frá 13.00-18.00 og sýningar eru opnar alla daga frá 13.00-17.00.  

Bónusmót Skallagríms 2012

Það verður mikið um að vera á íþróttasvæðinu í Borgarnesi um helgina. Á knattspyrnuvellinum fer fram Bónusmót Skallagríms 2012 þar sem etja kappi yngstu knattspyrnuiðkendurnir í 6. og 7. flokki karla og kvenna. Stelpurnar spila á laugardeginum og strákarnir á sunnudeginum. Fjöldi liða tekur þátt og er gert ráð fyrir að búast megi við að þúsund manns komi í Borgarnes …

Íþróttamaraþon í Borgarnesi

Um helginga fer fram íþróttamaraþon í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Það eru nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi sem ætla að æfa alls kyns íþróttir í heilan sólarhring og hefst maraþonið kl. 13,00 laugardaginn 02. júní og líkur kl. 13,00 sunnudaginn 03. júní. Maraþonið er liður í söfnun nemendanna í ferðasjóð fyrir útskriftarferð sína sem verður næsta haust og munu þeir …

Sumarstörf fyrir börn í Borgarnesi

Í sumar mun sveitarfélagið bjóða upp á sumarstarf fyrir börn og unglinga á öllum aldri í Borgarnesi.   Vinnuskóli Borgarbyggðarer starfræktur yfir sumartímann eins og undanfarin ár fyrir elstu nemendur grunnskólans og eru helstu verkefnin þessi: Grænn hópur sem sér um opin svæði, almenn þrif og tilfallandi verkefni, vinna í leikskólunum, vinna í Óðali við sumarstarf yngri barna, vinna við …

Árshátíð Hvanneyrardeildar

Árshátíð Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí kl. 16.30 í skjólbeltunum á Hvanneyri. Eftir dagskrá verður opið hús í skólanum á verkum nemenda. Allir hjartanlega velkomnir.    

Íþróttamiðstöðin lokuð í dag, þriðjudag

Vegna námskeiðs sem starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi sækir verður íþróttamiðstöðin lokuð í dag þriðjudaginn 29. maí. Endurmenntað, hresst og kátt starfsfólkið mun svo opna aftur á miðvikudagsmorguninn, stundvíslega kl. 6.30.  

Auglýsing um skipulagslýsingu

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3, Borgarbyggð Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3 í Borgarbyggð sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 10. apríl 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012 var skipulagslýsingin samþykkt. Skipulagslýsingin er nú …

Opið hús og myndlistarsýning á Hnoðrabóli

Á morgun, miðvikudaginn 30. maí bjóða börnin á Hnoðrabóli öllum velunnurum skólans á opið hús og myndlistarsýningu í leikskólanum frá kl. 14.00 til kl. 15.45.Þar verður til einnig sölu nýútkomin uppskriftabók Hnoðrabóls og rennur allur ágóði í ferðasjóð barnanna en bókin er samvinnuverkefni foreldra, barna og starfsfólks og kostar 1.000kr. Krakkarnir bjóða foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra …

Kynningarblað Háskólaráðs Borgarfjarðar komið út

Háskólaráð Borgarfjarðar gaf í dag út sérstakt kynningarblað um Borgarfjörð. Er blaðinu dreift með Morgunblaðinu í dag en verður einnig sent inn á heimili í Borgarbyggð í næstu viku. Heiti blaðsins er „Borgarfjörður – hérað menntunar og menningar.“ Meginviðfangsefni þess er kynning á þeim stofnunum sem heyra undir Háskólaráð Borgarfjarðar, kynning á mennta- og menningarlífi héraðsins auk þess sem þar …

Hvítur hundur í óskilum

Hundaeftirlitsmaður sunnan Hvítár handsamaði í dag, 25. maí, hund við bæinn Ausu í Andakíl. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hundinn. Hann er stór, hvítur og loðinn með mjóa svarta blesu á hausnum. Eigandi hundsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 435-1415 eða 868-1926. Einnig má hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa …