Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í maí 2012

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í maí 2012.   Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar” má einnig sjá árangurinn í janúar, febrúar, mars og apríl 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.  

Borgnesingur hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Anna Þorvaldsdóttir doktor í tónsmíðum hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Hún mun taka við verðlaununum í Helsinki í október næstkomandi. Anna ólst upp í Borgarnesi og eru foreldrar hennar Birna Þorsteinsdóttir tónlistarkennari og Þorvaldur Heiðarsson trésmiður. Hún hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði meðal annars á selló. Hún stundaði tónsmíðanám við Listaháskóla …

17. júní í Borgarbyggð

Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með hátíðarhöldum víða um sveitarfélagið. Skipulögð dagskrá verður í Borgarnesi, Á Hvanneyri, í Logalandi í Reykholtsdal, Brautartungu í Lundarreykjadal og Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Auglýsingu um viðburðina má sjá með því að smella hér.  

Þjóðhátíð í Reykholtsdal

Ungmennafélag Reykdæla verður með hátíðardagskrá í Reykholtsdalnum á 17. júní. Líkt og venja er verður riðið til kirkju í Reykholti og dagskrá hefst svo með hangikjötsveislu í Logalandi kl. 13.00. Karamelluflugvélin verður á sveimi og diskótek yngri deildar um kvöldið. Auglýsingu má sjá hér.  

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn á þjóðhátíðardaginn, sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Í Borgarfirði verður boðið upp á gönguferðir frá eftirtöldum stöðum: Borgarnes – mæting kl. 10.00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í …

Eyðbýli á Íslandi – sumarið 2012

Fréttatilkynning: Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Fyrstu …

Sumarlestur byrjaður í Safnahúsi

Í sumar er í fimmta sinn efnt til til sumarlesturs í Safnahúsi. Sumarlesturinn er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og tímabilið er frá 10. júní – 10. ágúst. Markmiðið er að nemendur viðhaldi og þjálfi lestrarleiknina sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu. Í ágúst verður svo haldin uppskeruhátíð sumarlestursins, en …

Könnun á ferðavenjum á Vesturlandi

Frá UMÍS-Environice: Nú eru fyrirhugaðar breytingar á kerfi almenningssamgangna á Vesturlandi. Af því tilefni vinnur UMÍS ehf. Environice að könnun á viðhorfum íbúa til breyttra ferðavenja með tilkomu nýja kerfisins. Markmiðið er að kanna umhverfislegan ávinning af breyttum almenningssamgöngum m.t.t. þess hvort breytingarnar geti leitt til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Meðfylgjandi spurningakönnun er send til íbúa á öllu Vesturlandi í …

Bekkur á gömlum grunni

Atvinnuátakshópur á vegum Borgarbyggðar hefur hreinsað lúpínu frá þeim trjáplöntum sem voru gróðursettar í holtið fyrir ofan Ánahlíð sumarið 2010 og í fyrra 2011 og ekki voru farnar að ná upp fyrir lúpínuna. Gróðursetningin í fyrra var tilraunaverkefni þar sem gróðursett voru um 150 birkiplöntur í jarðkeppum. Af þeim eru u.þ.b.120 plöntur lifandi.   Einnig hreinsaði hópurinn gróður ofan af …

Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2012

Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekkog verður settur miðvikudag 6. júní n.k. kl. 9.00 á eftirfarandi stöðum: Borgarnes kl:09:00 í Óðali. Hvanneyri kl:09:00 við gömlu slökkvistöðina Bifröst kl:09:00 við kjallarann á Hamragörðum Á miðvikudag Reykholt kl:09:00 við áhaldageymsluna við snorrastofu. Klæðum okkur í samræmi við veður og mætum jákvæð með góða skapið að sjálfsögðu. Vinnutímabil skólans verður …