Heilsuvika í Borgarbyggð

Tómstundanefnd Borgarbyggðar og Ungmennasamband Borgarfjarðar standa fyrir heilsuviku í Borgarbyggð í þessari viku. Kveikjan að því var sam-evrópskt átak sem kallast move-week og er haldið um alla Evrópu vikuna 1. – 7. október. Fjölmargir aðilar taka þátt í heilsuvikunni og má sjá dagskrá hennar með því að smella hér. Þema heilsuvikunnar er heilsa og hreyfing og er ætlunin að með …

Heimferð flýtt á föstudag

Vegna haustþings Kennarafélags Vesturlands sem haldið verður í Borgarnesi föstudaginn 5. október verður heimferð úr grunnskólunum flýtt þann dag. Bílar Grunnskóla Borgarfjarðar fara frá skólunum kl. 12.30 eða strax að loknum hádegisverði. Frá Grunnskólanum í Borgarnesi leggja innanbæjarbílarnir af stað kl. 12.40, 12.55 og 13.35 en sveitabílarnir kl. 13.30  

Göngum til góðs á laugardaginn

Frá Rauða krossinum í Borgarfirði: Næstkomandi laugardag 6. október efnir Rauði krossinn á Íslandi til landssöfnunarinnar Göngum til góðs. Markmið átaksins er að ganga í öll hús á Íslandi og safna framlögum til alþjóðlegs hjálparstarfs félagsins í þágu barna og ungmenna í neyð. Rauði krossinn í Borgarfirðil ætur ekki sitt eftir liggja og ætlar að ganga í öll hús í …

Málþing um líffæragjafir

Þann 14. september síðastliðinn varð Rótarýklúbbur Borgarness sextugur. Af því tilefni stendur klúbburinn fyrir opnu málþingi um líffæragjafir, miðvikudaginn 3. október í Hjálmakletti í Borgarnesi. Meðal frummælenda verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jón Baldursson frá landlæknisembættinu, Sveinbjörn Berentsson bráðatæknir og Inga S. Þráinsdóttir hjartalæknir. Auk þeirra munu nokkrir líffæraþegar segja frá reynslu sinni og upplifun.Málþingið hefst kl. 19.30.  

Skráningu örnefna í Borgarnesi lokið

Tilkynning frá Landlínum Teiknistofan Landlínur ehf. hefur lokið skráningu örnefna í Borgarnesi. Skráð var 101 örnefni á svæði sem nær frá Brákarey í suðri að Granastaðahól í norðri. Áhugasamir eru velkomnir að skoða gögnin á skrifstofu Landlína, Borgarbraut 61. Það var Bjarni Bachmann sem skráði upphaflega örnefnin 1993 í örnefnaskrá sem afhent var Örnefnastofnun til varðveitingar.   Landlínur ehf. er …

Minningarathöfn um frönsku sjómennina

Í síðustu viku var haldin minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði um frönsku sjómennina sem fórust með hafrannsóknaskipinu Pourquoi pas? við Mýrar í september 1936. Stjórnandi skipsins var Dr. Jean-Baptiste Charcot sem var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar m.a. í norðurhöfum. Charcot fórst með skipinu ásamt nánast allri áhöfn þess, aðeins einn maður, Eugene Gonidec komst af. Slysið vakti mikla samúð með íslensku þjóðinni …

Kettir í óskilum

Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar hefur handsamað læðu, tvo kettlinga og fress í Borgarnesi. Allir kettirnir eru ómerktir og óskráðir.   Læðan er svört og hvít. Kettlingarnir tveir eru undan læðunni. Fressið er hvítur með svarta rönd eftir bakinu.   Ef einhver kannast við að eiga þessa ketti er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Heilsuvika UMSB og Borgarbyggðar

Byggjum upp fyrir veturinn! Vikuna 8.-14. október munu UMSB og Borgarbyggð standa fyrir heilsuviku í Borgarfirði. Vikan er haldin til að vekja athygli á öllu því fjölbreytta íþrótta-, tómstunda- og heilsutengda starfi sem fram fer í sveitarfélaginu. Í boði verða ýmsir opnir tímar, fyrirlestrar og tilboð en fyrst og fremst er vikan hugsuð til að hvetja íbúa á öllum aldri …

Hundaskítur víða um bæinn

Nokkuð er um að hundaeigendur í Borgarnesi hirði ekki upp skítinn eftir hunda sína, öðrum gangandi vegfarendum til mikils ama. Hér með eru þeir hundaeigendur minntir á að hafa poka meðferðis til að taka upp skítinn jafnharðan. Á undanförnum árum hefur stauratunnum verið fjölgað mikið í Borgarnesi sem ætti að auðvelda hundaeigendum að losa sig við pokana á göngu sinni …