Fréttatilkynning frá Slökkviliði Borgarbyggðar og Brunavörnum Suðurnesja

Fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru undirritaðir í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi tveir samningar, annarsvegar um aukið samstarf og gagnkvæma aðstoð við slökkvistarf og mengunaróhöpp, hinsvegar yfirlýsing um samstarf slökkviliðanna vegna þjálfunar slökkviliðsmanna. Samningana undirrituðu þeir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja fyrir þeirra hönd og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar fyrir hönd slökkviliðs Borgarbyggðar. Stutt er síðan þeir félagar Bjarni K. …

Borgfirskt landslag og málverk Tolla í Safnahúsi

Tolli og Bubbi í Safnahúsi Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, sýnir málverk og teikningar í Safnahúsi sumarið 2013 og verður sýning hans opnuð á sumardaginn fyrsta kl. 13.00. Þar segir Tolli stuttlega frá verkum sínum og Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Tolli verður síðan viðstaddur á sýningunni til kl. 16.00. Sýningin stendur 25. apríl til 5. ágúst 2013. Þess …

Vel heppnað menntaþing

Síðastliðinn föstudag 19. apríl, var haldið Menntaþing í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þátttakendur á þinginu voru starfsmenn allra skólastofnana í Borgarbyggð.Á þinginu, sem um 200 manns sátu, var m.a. rætt um hvar sameiginleg tækifæri leynast og dregið fram það samstarf sem þegar er í gangi milli skólanna. Þar gafst skólastarfsfólki, foreldrafulltrúum og sveitarstjórnarmönnum tækifæri til að ræða um samstarf, möguleika til …

Fréttabréf Kettaborgar

Fréttabréf leikskólans Klettaborgar í Borgarnesi er komið út. Smellið hér til að lesa fréttabréfið.  

Matjurtagarðar í sumar

Íbúum Borgarbyggðar gefst, líkt og undanfarin ár, kostur á að taka á leigu matjurtagarða í Borgarnesi í sumar. Garðarnir eru í landi Gróðrastöðvarinnar Gleymérei. Boðið er upp á tvær stærðir garða, 15 m2 á kr. 4.148 og 30 m2 á kr. 5.880. Áhugasamir hafi samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða með því að senda …

Umsjón með sumarstarfi barna

Starfsmenn óskast til að hafa umsjón með sumarstarfi barna er skóla lýkur í vor Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að starfsmönnum til að halda utan um sumarnámskeið fyrir börn frá byrjun júní til byrjun júlí. Um er að ræða tvö störf: umsjón sumarstarfs fyrir 7- 10 ára börn og umsjón sumarstarfs fyrir 11- 13 ára börn. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu …

Ástin, draumar og vor – ljóðatónleikar í Borgarneskirkju

Harald BjörköyVortónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða að þessu sinni haldnir að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 24. apríl. Þá munu norski tenórsöngvarinn Harald Björköy og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari fagna vorinu með ljóðatónleikum í Borgarneskirkju. Á efnisskránni verða einkum lagaperlur sem lofsyngja ástina, draumana og vorið. Þar á meðal verða sönglög eftir Sibelius, Grieg og nokkur önnur norsk tónskáld, auk lagaflokksins An die …

Menntaþing 2013

Föstudaginn 19. apríl næstkomandi verður haldið “Menntaþing” í Hjálmakletti í Borgarnesi. Meginmarkmið þess er að ræða hvernig efla megi samstarf skóla í Borgarbyggð og vekja athygli á því mikla og góða skólastarfi sem þar fer fram. Sveitarfélagið, sem telur rúmlega 3500 íbúa, hefur á sínum snærum fimm leikskóla, tvo grunnskóla, einn menntaskóla, tvo háskóla, dansskóla, tónlistarskóla og símenntunarmiðstöð. Stjórnendur skólanna …

Kjörskrá vegna alþingiskosninga

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninga sem fram fara 27. apríl n.k. liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá og með 17. apríl til og með 26. apríl n.k.  

Góður íbúafundur í Hjálmakletti

Síðastliðinn mánudag var haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sveitarstjórn kallaði þar íbúa til samráðs um hvað betur mætti fara í starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að fundarmenn skiptu sér í hópa eftir málefnum og tóku fulltrúar úr sveitarstjórn þátt í hópavinnunni. Borðstjórar á fundinum voru félagar úr Sjéntilmannaklúbbnum á Bifröst og stýrðu þeir umræðum af lipurð. …