Vakin er athygli á því að sundlaugin á Kleppjárnsreykjum verður lokuð til 3. júní vegna viðhalds.
Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Miðvikudaginn 24. maí munu fulltrúar Íslenska gámafélagsins (ÍGF) standa fyrir opnum fræðslufundi fyrir íbúa sveitarfélagsins um flokkun og innleiðingu fjórðu tunnunar. Íbúafundurinn verður haldinn í Hjálmakletti kl. 20:00 og vonumst við til þess að sjá sem flesta. Hér er hægt að nálgast Bækling um nýtt samræmt flokkunarkerfi á fjórum tungumálum.
Tilkynning vegna framkvæmdar á Borgarbraut
Kæru íbúar Nú styttist í að hjáleiðinni um Berugötu verði lokað og stefnt er að því að færa aksturleið yfir á nýja hjáleið um Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu 23.-24. maí nk. (mögulega aðeins síðar). Á meðan umferð verður um þessar götur er ekki heimilt að leggja bílum í götunum og eru því þeir sem þurfa að leggja bílum vinsamlegast beðnir um að …
Lokað í Öldunni 19. maí
Lokað er í dósamóttökunni í dag, 19. maí, þar sem starfsmenn eru á námskeiði.
Laust starf Félagsmálastjóra
Borgarbyggð auglýsir stöðu félagsmálastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins tímabundið til eins árs. Helstu verkefni og ábyrgð Yfirmaður barnaverndar Málefni fatlaðra Málefni aldraðra Félagsþjónusta, ráðgjöf, greining og aðstoð Starfsmaður velferðarnefndar Menntun og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi, félagsráðgjöf er æskileg …
Laust starf skólaritara við Grunnskólann í Borgarnesi
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúin að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum. Helstu verkefni og ábyrgð Dagleg afgreiðsla og símsvörun Annast skráningu í Mentor Annast undirbúning – og frágangsvinnu við upphaf og lok skólaárs Sér um pantanir fyrir skólann Annast skjalavörslu og ýmis konar skýrslugerð …
Breiðabólsstaður 2 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. apríl 2023 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Breiðabólsstaður 2 í Borgarbyggð Nýtt deiliskipulag fyrir Breiðabólsstað 2 í Reykholtsdal – Reykholtsbyggð Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Breytingin tekur til stækkunar á þéttbýli í Reykholti og er landnotkun á 35 ha breytt úr landbúnaði …
Íbúafundur – Kynning, umræða og hópvinna
Þriðjudaginn 16. maí kl. 16:30
Tæming rotþróa að hefjast
Vakin er athygli á því að nú er að hefjast vinna við tæmingu rotþróa í dreifbýli og sér Hreinsitækni um verkið skv. samningi.