Fréttabréf Grunnskólans í Borgarnesi

Fréttabréf Grunnskólans í Borgarnesi, 2. tölublað er komið út. Þar má m.a. lesa um námsverið Klett sem ætlað er nemendum með einhverfu og vinaliðaverkefni sem innleitt verður í skólann í vetur. Einnig eru í bréfinu fréttir úr skólastarfinu það sem af er vetri og fleira. Smellið hér til að lesa fréttabréfið.  

Styrktu Rauða krossinn og Unicef á Íslandi

              Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar héldu flóamarkað á dögunum. Ágóðinn af markaðinum var alls 160.000 krónur og ákváðu krakkarnir að öll upphæðin rynni til góðgerðamála. Unicef á Íslandi fékk 80.000 krónur og RKÍ fékk 80.000 krónur. Nemendur höfðu lagt mikla vinnu í að kynna sér ástandið í flóttamannabúðum í Sýrlandi og fengu lánað flóttamannaskýli …

Sundlaugarnar í Borgarnesi – lokað vegna framkæmda

Vegna framkvæmda við sundlaugarnar í Borgarnesi verður útisundlaugin lokuð frá kl. 13.00, fimmtudaginn 7. nóvember. Laugin opnar aftur sunnudaginn 10. nóvember. Heitir pottar verða opnir eftir sem áður. Einnig standa yfir framkvæmdir við innisundlaugina. Vegna þeirra verður lauginni lokað miðvikudaginn 6. nóvember og verður hún lokuð um óákveðinn tíma.  

Gangbrautarvarsla á skólaholtinu

Guðrún Haraldsdóttir mun í vetur sinna gangbrautarvörslu í Bröttugötu í Borgarnesi í hádeginu. Þá fara nemendur Grunnskólans í Borgarnesi gangandi frá skólanum í mat á hótelinu. Matartími nemenda er frá klukkan 11.00-13.00 þá daga sem skóli starfar. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.    

Menningarráð Vesturlands – styrkir

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013. Menningarstyrkir. Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Árið 2014 mun Menningarráð Vesturlands leggja áherslu á eftirfarandi verkefni: Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum í listum, nýsköpun og ferðaþjónustu. Verkefni sem styrkja listræna sköpun og samstarf ungs fólks á Vesturlandi. Verkefni sem styrkja listræna sköpun …

Opinn dagur í Brákarhlíð

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 15 til 17 ætla stjórnendur, starfsfólk og íbúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi að bjóða gestum að skoða heimilið. Þar hefur eins og kunnugt er verið byggð og tekin í notkun ný hjúkrunarálma og framkvæmdir hafnar við endurbyggingu og verulegar endurbætur á eldra rými hússins. Þá verður til sýnis og sölu …

Galdralest Einars Mikaels

Galdralest Einars Mikaels verður á fleygiferð um landið næstu daga og verður fyrsta sýning í Óðali í Borgarnesi laugardaginn 2. nóvember og hefst sýningin kl. 19,30. Einar verður með fullt fangið af glænýjum atriðum ásamt sívinsælu dúfunum sem aðstoða hann í sýningunni. Einar hefur áður farið svona ferð um landið þar sem allur ágóði af miðasölu rennur beint til Barnaspítala …

Byggðarráð – málefni háskóla í Borgarfirði

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun, fimmtudaginn 31. október voru málefni og framtíðarhorfur háskólanna í Borgarfirði rædd en í fjálagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi skólanna.   Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun: “Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á menntamálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að endurmeta afstöðu sína til háskólaumhverfisins í Borgarbyggð sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi. Háskólarnir eru í lykilhlutverki hvað varðar atvinnulíf …

Sjö umsóknir um stöðu skólastjóra

    Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi er nú runninn út. Alls bárust 7 umsóknir um stöðuna. Unnið verður úr umsóknum á næstu dögum í samstarfi við Hagvang.   Eftirtaldir sóttu um stöðu skólastjóra: Hilmar Már Arason, Borgarnesi Hrönn Traustadóttir, Reykjavík Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Flókadal Jón Einar Haraldsson, Akureyri Kristinn Svavarsson, Reykjavík Signý Óskarsdóttir, Borgarnesi Sigríður Birgisdóttir, Reykhólum …

Tónleikar í Borgarneskirkju – Stúlka frá Kænugarði

Tónleikar verða í Borgarneskirkju í kvöld, miðvikudaginn 30. október kl. 20.00. Flytjendur eru söngkonan Alexandra Chernyshova, Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona.Á efnisskrá eru úkraínsk þjóðlög, sum hver frá 16 öld. Lögin verða sungin í útsetningum frægra úkraínskra tónskálda á borð við Lisenko, Ljatoshinskiy, Zaremba, Chisko, Verjevki og Kaufmana. Létt og skemmtileg dagskrá um klukkustundar löng. Allir velkomnir. …