Minnisvarði um Erlend Gunnarsson á Sturlureykjum

  Sunnudaginn 17. ágúst næstkomandi verður afhjúpaður minnisvarði um Erlend Gunnarsson bónda og þúsundþjalasmið á Sturlureykjum. Erlendur hóf fyrir rúmlega 100 árum að nýta jarðvarma til hagsbóta fyrir heimili sitt og samborgara sína. Athöfnin fer fram á Merkjaholti milli Grófar og Sturlureykja í Reykholtsdal og hefst kl. 15.00. Það eru afkomendur Erlendar sem bjóða til athafnarinnar og allir eru velkomnir. …

Félagsleg heimaþjónusta – starfsmaður óskast

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu / heimilishjálp á Hvanneyri og nágrenni. Um er að ræða 25 – 30% starf. Launakjör skv. kjarasamningum. Akstur er greiddur. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst. Nánari upplýsingar veita: Elín Valgarðsdóttir verkstjóri: felagsstarf@borgarbyggd.is, s: 8401525 eða Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri: hjordis@borgarbyggd.is . Sími 4337100.    

Laust starf hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar

Starfsmaður í áhaldahús Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf í áhaldahúsi sem sveitarfélagið hyggst koma á fót. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. Leitað er að laghentum og duglegum einstaklingi með góða samskiptahæfileika. Í starfinu felst að sjá um undirbúning, skipulagningu og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúss, s.s. við gatnakerfi, opin svæði og …

Laust starf við Skólaselið á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni við Skólaselið á Hvanneyri. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með börnum og ungmennum. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262- 433-7302, einnig má senda fyrirspurn á netfangið inga@gbf.is  

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Leitað er að umsjónarkennara á miðstig sem er tilbúinn að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum skólaárið 2014-2015.   Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla …

Köttur í óskilum.

Ómerkt bröndótt kettlingafull læða er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hún var handsömuð við Berugötuna í Borgarnesi.   Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.  

Köttur í óskilum 2014-08-07

Ómerktur fressköttur, grár að lit, er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hún var handsamaður í Sóltúnshverfinu á Hvanneyri. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.  

Sauðfjáreigendur minntir á að skila inn umbeðnum upplýsingum um fjölda fjár

Fyrir skömmu var sauðfjáreigendum sent bréf frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar þar sem þeir voru beðnir að senda upplýsingar um heildarfjölda vetrarfóðraðs sauðfjár vorið 2014 til umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa fyrir 5. ágúst eins og einnig má sjá á frétt sem birtist fyrir skömmu á heimasíðunni http://www.borgarbyggd.is/frettir/nr/188812.   Í dag þann 5. ágúst hafa einungis borist upplýsingar frá 86 sauðfjáreigendum af 220 í …

Kolfinna tekin til starfa

Kolfinna Jóhannesdóttir hefur tekið til starfa sem sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fyrsti vinnudagur hennar á skrifstofunni var í dag, föstudaginn 1. ágúst og voru henni þá afhentir lyklar af ráðhúsinu og forseti sveitarstjórnar og formaður byggðarráðs færðu henni blómvönd. Kolfinna er boðin velkomin til starfa hjá Borgarbyggð  

Umhverfisviðurkenningar 2014

Eins og undanfarin ár verða veittar umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum. Enn sem komið er hefur einungis ein tilnefning borist frá íbúa á skrifstofu sveitarfélagsins á þessu ári. Á næsta fundi umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefndar verður rætt hverjir eiga að hljóta umhverfisviðurkenningarnar að þessu sinni. Til þess að nefndarmenn hafi úr einhverju að moða eru íbúar hvattir til að senda inn …