Álagningu fasteignagjalda er lokið

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2015. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti …

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi

Snorrastofa og Borgarbyggð hafa tekið á móti farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands, Á leið um landið, sem gerð er vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Sýningin stendur í Bókhlöðu Snorrastofu og mun við lok janúarmánaðar halda för sinni áfram til 11 annarra sveitarfélaga á landinu og enda í Reykjavík í desember. Í kvöld, þriðjudaginn 20. janúar kl. 20.30, verður dagskrá í …

Viðtalstími sveitarstjórnar 20 janúar

Þriðjudaginn 20. janúar verða fulltrúar úr sveitarstjórn Borgarbyggðar til viðtals í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá kl. 16,00 til 18,00. Íbúar eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að ræða málin við sveitarstjórn. Heitt á könnunni.  

Frá Safnahúsi – teikning fyrir alla!

Finnst þér gaman að teikna? Á föstudögum kl. 14.00 – 16.00 verður Michelle Bird með opna listasmiðju á sýningu sinni í Safnahúsi Borgarfjarðar. Fólki á öllum aldri er boðið að koma og teikna og mála undir leiðsögn. Hefst 16. janúar. Komið með skissubókina ykkar, vatnslitina, tilheyrandi pappír og pensla. Kol og teiknipappír er á staðnum. Krakkar eru sérstaklega hvattir til …

Hugheimar boða til fundar

Hugheimar, nýsköpunar og frumkvöðlasetur í Borgarnesi, ásamt samstarfsaðilum boða til fundar fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.00 að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Tilefnið er afhending styrkja Arionbanka og KPMG til efnilegra frumkvöðlaverkefna. Einnig verður haldið fróðlegt erindi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nánari upplýsingar um viðburðinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/1532398747045711/    

Jóga fyrir eldri borgara og öryrkja

  Áfram verða léttar jógaæfingar í félagsstarfinu í Borgarnesi. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13:00 – 14:00 í salnum á Borgarbraut 65a. Fyrsti tími á nýju ári verður 15. janúar nk. og verður haldið áfram út maí. Verð kr. 200 fyrir stakan tíma, kr. 700 fyrir mánuðinn eða kr. 2.800 fyrir allt tímabilið og greiðist hjá Elínu í félagsstarfinu. Kennari …

Hvað er náttúrupassi? Fundur í Landnámssetri í dag

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa í dag, þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:30 í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni Hvað er náttúrupassi? og á honum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Allir áhugasamir hvattir til að mæta.   …

Borgarbyggð auglýsir eftir sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs

Við leitum að framsæknum leiðtoga í stöðu sviðsstjórafjölskyldu- og fjármálasviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með fjármálum, stjórnsýslu, fræðslumálum, íþrótta- og tómstundamálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Verkefni og ábyrgðarsvið Ábyrgð á rekstri skrifstofu og framkvæmd málaflokka sem heyra undir sviðið Yfirumsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sviðið og stofnanir þess Yfirstjórn stofnana sem heyra undir sviðið Vinnur að stefnumótun og mannauðsmálum fyrir …

Borgarbyggð auglýsir eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs

Við leitum að framsæknum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með umhverfis-, hreinlætis- og sorpmálum, umferðar- og samgöngumálum, skipulags- og byggingarmálum, landbúnaðarmálum, fasteignaumsjón og áhaldahúsi, brunamálum og almannavörnum. Verkefni og ábyrgðarsvið Ábyrgð á rekstri og framkvæmd verkefna sem heyra undir sviðið Umsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana Yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum, umhverfismálum, sorpmálum, samgöngumálum, brunamálum …