Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar – Bjarnhólar

Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Sorpförgun og efnistaka við Bjarnhóla í landi Hamars   Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 20. nóvember 2014 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 18. ágúst til 28. september 2014. Athugasemdir voru teknir til greina, ábending barst frá Umhverfisstofnun. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til …

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki. Í umsóknum skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á rannsókninni, markmiðum hennar, ávinningi, nýnæmi og hvernig hún styður við tilgang sjóðsins. Við mat á umsóknum …

Útboð á rekstri tjaldsvæða

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðanna í Borgarnesi og Varmalandi árin 2015-2020. Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðanna og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari upplýsingar veitir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.   Útboðsgögn verða afhent rafrænt með tölvupósti frá og með 24.02.2015, senda má beiðni um gögn á netfangið jokull@borgarbyggd.is eða í …

Nýr sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 12. febrúar að ráða Aldísi Örnu Tryggvadóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og fjölskyldusviðs. Starfið var auglýst 9. janúar og var umsóknarfrestur til og með 26. janúar. Sextán umsækjendur sóttu um starfið en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Aldís Arna lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfaviðskiptum frá sama …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – 2015-02-12

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Hægt er að sækja um …

Tilkynnig frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

Kæru íbúar Eins og margir hafa orðið varir við hefur útisundlaugin í Borgarnesi verið köld undanfarið. Þetta er vegna mikillar vindkælingar sem verður, sérstaklega í vestanátt, þar sem skjól er lítið fyrir vindi úr þeirri átt. Allar götur síðan laugin var byggð árið 1997 hefur hún kólnað svona í vestanátt. Vestanátt er ekki ríkjandi vindátt í Borgarnesi, en hefur verið …

Forvarnafræðsla í boði Ungmennafélags Stafholtstungna

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar verður nemendum í 7.-10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar boðið upp á forvarnafræðslu um netöryggi. Um fræðsluna sér Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur stuttmyndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér”, Þórdís kemur frá Saft.is Forvarnarfræðslan er í boði Ungmennafélags Stafholtstungna og fer fram á skólatíma. Fræðsla fyrir forráðamenn og alla starfsmenn skólans er svo kl. 16:00 – 17:30 …

Safnahús lokað vegna jarðarfarar Egils Ólafssonar

Í dag, mánudaginn 9. febrúar verður lokað í Safnahúsi Borgarfjarðar vegna jarðarfarar Egils Ólafssonar blaðamanns. Egill hóf störf við ritun sögu Borgarness fyrir réttu ári síðan og var með starfsaðstöðu í Safnahúsi. Þar hans nú minnst með hlýhug sem góðs félaga og vandaðs manns sem vann verk sitt af stakri samviskusemi og alúð. Starfsfólk Safnahúss sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. …

Íbúafundur í Hjálmakletti á miðvikudag

Íbúafundur um skipulagsmál og kynning á uppbyggingu í sveitarfélaginu   Borgarbyggð boðar til íbúafundar miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00.   Á fundinum verður m.a. rætt um aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og könnuð afstaða íbúa sveitarfélagsins til breytinga á því. Sagt verður frá uppbyggingu og …