Sumaropnun í Safnahúsi – leikið á barónsflygilinn

Sumaropnun á sýningar hefur tekið gildi í Safnahúsi og eru þær nú opnar alla daga vikunnar 13.00 – 17.00, jafnt helgidaga sem aðra daga. Þetta gildir fram til 1. september en eftir það er opið 13.00 – 16.00 virka daga. Alls verða fjórar sýningar í húsinu í sumar, tvær grunnsýningar á neðri hæðinni og sýningin Refir og menn og fræðslusýning …

Barnamenningarhátíð í Reykholti

Á myndinni eru nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi að sýna leikþátt byggðan á ævi Snorra Sturlusonar. (Mynd GÓ)(af vef Snorrastofu) Þriðjudaginn 3. maí flykktust í Reykholt um 160 nemendur af miðstigi grunnskóla nágrennisins með kennurum sínum og eyddu saman líflegum degi á sögustaðnum í svölu en kyrru veðri. Dagurinn gekk undir heitinu „barnamenningarhátíð“ og er það mál manna að hann …

Hreinsunardagur á Bifröst

Í gær, mánudag, var hreinsunardagur á Bifröst og tóku allir sem vettlingi gátu valdið þátt í því. Þótti vel til takast og var miklu rusli safnað saman til förgunar. Að góðu verki loknu bauð Háskólinn á Bifröst umm á grillaðar pylsur.

VINNUSKÓLI BORGARBYGGÐAR SUMARIÐ 2016

Vinnuskóli Borgarbyggðar er fyrir 14-16 ára unglinga sem hafa nýlokið 8., 9. eða 10. bekk. Markmið vinnuskólans er að leiðbeina unglingum og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Umsögn er gefin í lok vinnuskólans. Dagskrá Nemendur vinnuskólans geta valið um eftirfarandi störf: Almenn garðyrkjustörf, gróðursetning og hirðing á opnum svæðum. Störf hjá stofnunum Borgarbyggðar, svo sem leikskólum …

Fundur ungmennaráðs

Sveitarstjórn Borgarbyggðar og ungmennaráð Borgarbyggðar héldu sameiginlegan fund s.l. þriðjudag. Á fundinum voru mörg mál rædd og voru umræður skemmtilegar og gagnlegar um ýmis mál og málefni er snerta unga fólkið okkar. Má þar nefna erindisbréf ungmennaráðs, húsnæðismál og starfsemi Óðals, áherslur ungmennaráðs og starfsemi unglinga í Borgarbyggð. Eins var rætt um Ungmennaþing.

Laust starf í Hnoðrabóli

Leikskólinn Hnoðraból í Borgarbyggð óskar eftir að ráða matráð til starfa. Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar matráð við leikskólann Hnoðraból, Grímsstöðum, Reykholtsdal. Starfshlutfall er 80% og þarf umsækjandi að geta hafið störf í lok maí n.k og starfað í 12. mánuði. Helstu verkefni og ábyrgð: Matseld, frágangur, innkaup og þvottar. Hæfni; Reynsla af matreiðslu í stofnun eða fyrirtæki er æskileg. Skipulagshæfni …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2016-04

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2016. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2016 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi …