Hljóðmælingar

Í dag, fimmtudag, fara fram hljóðmælingar fyrir Borgarbyggð á því svæði sem fyrirhugað er fyrir skotæfingar og motorkross. Mælingarnar eru áætlaðar milli kl. 10 og 15. Hestamenn eru beðnir um að sína aðgæslu þar sem vænta má nokkurs hávaða af þessum sökum.

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi 2016

Við leitum að öflugum einstaklingum í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2016 Textílkennara í afleysingu vegna fæðingarorlofs Heimilisfræðakennara Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. Óskað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hefur hugrekki …

Sorphirða í Borgarnesi

Næstu losun á gráu tunnunni í Borgarnesi verður flýtt fram fyrir Hvítasunnuhelgina og verður losun á föstudag, en ekki á þriðjudag eins og sorphirðudagatal gerir ráð fyrir.

Laust starf í Hnoðrabóli

Leikskólinn Hnoðraból í Borgarbyggð óskar eftir að ráða matráð til starfa. Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar matráð við leikskólann Hnoðraból, Grímsstöðum, Reykholtsdal. Starfshlutfall er 80% og þarf umsækjandi að geta hafið störf í lok maí n.k og starfað í 12. mánuði. Helstu verkefni og ábyrgð: Matseld, frágangur, innkaup og þvottar. Hæfni; Reynsla af matreiðslu í stofnun eða fyrirtæki er æskileg. Skipulagshæfni …

Byggðarráð í Húsafelli

Byggðarráð Borgarbyggðar hélt sinn 375. fund í Húsafelli s.l. miðvikudag. Þessi fundur var jafnframt fyrsti fundur nýs sveitarstjóra, Gunnlaugs A. Júlíussonar. Þar kynnti m.a. Stefán Stefánsson, nýr eigandi Fljótstungu, hugmyndir um stórbætta aðstoðu við Víðgelmi. Á heimleiðinni var komið við í Hnoðrabóli, Kleppjárnsreyjkjum og í Kraumu þar sem framkvæmdir voru skoðaðar. Með byggðarráði á myndinni eru Bergþór Kristleifsson og Unnar …

Framhaldsprófstónleikar

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir er að ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hluti af prófinu eru tónleikar og mun hún vera með þá í Borgarneskirkju laugardaginn 7. maí kl. 16:00. Anna Þórhildur er tuttugasti og fyrsti nemandinn sem lýkur framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún stefnir á nám í píanóleik við Listaháskóla Íslands næsta haust. Hún flytur fjölbreytta dagskrá, meðal annars …

Urðunarstaður fyrir óvirkan úrgang í Bjarnhólum við Borgarnes

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að endurnýja starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Bjarnhólum við Borgarnes. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir svæðið og þann 6. apríl gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir meðhöndlun úrgangs á svæðinu. Einungis er um að ræða urðun úrgangs sem telst tækur á urðunarstaði fyrir óvirkan úrgang auk móttöku á garðaúrgangi og hrossataði til frekari meðhöndlunar.  Kröfur …