Hreinsun rotþróa

Hreinsun rotþróa sumarið 2016 er hafin og sér fyrirtækið Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið.  Þau svæði sem á að taka þetta árið eru   Norðurárdalur, Hvítársíða og Þverárhlíð.  Til þess að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi , sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Hægt er að sjá  nánari upplýsingar inn á …

Íbúagáttin

Nú er hægt að fylla út, og senda, flestar umsóknir til Borgarbyggðar rafrænt úr íbúagáttinni en aðgengi að henni er að finna neðst hægra megin á forsíðunni og einnig opnast hún þegar valið er umsóknareyðublað. Til þess að tengjast íbúagáttinni þarf annað hvort rafræn skilríki eða s.k. Íslykil. Um hann er sótt til Þjóðskrár. Þegar umókn hefur borist Borgarbyggð fá umsækjendur sendan staðfestingarpóst …

Frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi – lokun

Vegna framkvæmda er óhjákvæmilegt annað en loka andyri og klefum uppi í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi  vikuna 23.-27.maí 2016. Eru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af kunna að hljótast.

Skipulagsauglýsingar – 2016-05-19

Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru samþykkt til auglýsingar þrjú ný deiliskipulög og ein breyting á aðalskipulagi. Þetta eru deiliskipulög fyrir Deildartungu 1, Tunguskjól og Utandeild, Fögrubrekku 1-3 í landi Dalsmynnis og Húsafell, Stuttárbotnar. Eins er í auglýsingu Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting, lýsing. Gögn vegna þessara skipulaga er að finna undir “stjórnsýsla – skipulagsmál – skipulagsauglýsingar” Kynningarfundur fyrir þessi skipulög verður haldinn milli …

Söfnun á rúlluplasti 2016

Síðasta söfnun á rúlluplasti þetta vorið fer fram vikuna 23. – 27.  maí. Líkt og undanfarið hefst söfnunin í vestanverðu sveitarfélaginu og síðari hluta vikunnar verður bíllinn á ferð sunnan megin Hvítár. Gert er ráð fyrir að flestir bæir séu á söfnunarlista verktakans en ef talið er að svo sé ekki, er hægt að láta vita í Ráðhúsi Borgarbyggðar s. …

Fréttabréf Tónlistarskólans 2016

Fréttabréf Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2016 greinir frá því að innritun nýrra nemenda er nú á rafrænu formi og er hægt að nálgast hér Nemendur eru hvattir til að sækja um. Einnig er hægt að sækja um fyrir næsta ár með því að senda tölvupóst á tonlistarskoli@borgarbyggd.is Hér að neðan má sjá fréttabréfið í heild  

Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi

Þann 19. maí er opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi Nemendur og starfsfólk grunnskólans bjóða gestum í heimsókn. Nemendur kynna verkefni sín í vetur og sýning verður á verkum nemenda. Opni dagurinn er frá kl. 11 – 14:00. Hefðbundin kennsla verður á þessum tíma. Nemendur í 9. bekk verða með kaffihús. Ágóðinn fer í ferðasjóð nemenda

Ný heimasíða Borgarbyggðar

Nú hefur ný heimasíða Borgarbyggðar litið dagsins ljós. Síðan er unnin í WorldPress af Aroni Hallssyni vefhönnuði hjá Tækniborg ehf. Meginmarkmiðið með nýrri heimasíðu er að gera upplýsingagjöf til notenda skilvirkari. Sem lið í því þá hefur verið tekin í notkun sérstök íbúagátt þar sem notendur hafa á einum stað öll sín mál. Þar þarf að skrá sig inn með …

Kvenfélagskonur í 19. júní færðu íþróttamiðstöðinni stórgjöf

Kvenfélagskonur í 19. júní færðu íþróttamiðstöðinni stórgjöf Síðdegis þann 17. maí var athöfn þar sem Kvenfélagið 19. júní í Borgarfirði færði Borgarbyggð stórgjöf. Íþróttamiðstöðin fékk afhenta lyftu til að auðvelda fólki að komast í og úr sundi eða heitum pottum. Lyftan er færanleg og nýtist því á fleiri en einum stað í Íþróttamiðstöðinni. Lyftan er valin með því að leita ráðgjafar …

Sumarfjör 2016

Starfsstöðvar: Borgarnes, Hvanneyri, Kleppjárnsreykir og Varmaland Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð. Nú er komið að skráningu fyrir sumarnámskeið í börn í 1.-4. bekk í Borgarbyggð. Fyrirkomulagið er þannig að hver vika er þematengd svo mismunandi dagskrá er fyrir hverja viku í sumarfjörinu. Með þessu blaði fylgir dagskrá frá hverri starfsstöð, mikilvægt er að muna að ykkar barn …