Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 10.00 föstudaginn 3. júní. Þaðan verður gengið í fylkingu niður í Skallagrímsgarð. Í fararbroddi verða nemendur úr 9. bekk og munu þau slá trumbur. Þá fara nemendur í leiki sem þeir hafa valið sér – þeir …

Laus störf við Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskólakennara vantar  við Grunnskóla Borgarfjarðar. Æskilegar kennslugreinar eru stærðfræði á unglingastigi og umsjón. Um er að ræða 80% starf. Einnig vantar ritara/starfsmann á bókasafn í 100 % starf við Kleppjárnsreykjadeild skólans. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs til eins árs. Umsóknarfrestur er til 15.júní n.k. Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 8401520 eða í netfangi ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is

Tilkynning til sauðfjáreigenda

Afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár hefur ákveðið að leyfa að sauðfé verði flutt í afrétt eftir 10. júní nk. Myndin er af Torfhvalastöðum í Langavatnsdal og er tekin af Guðrúnu Jónsd. Afréttarnefnd BSN  

Unglingalandsmót UMFÍ 2016

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 28. júlí – 1. ágúst 2016. Vegna þess er boðað til íbúafundar í Hjálmakletti fimmtudaginn 23. júní og hefst fundurinn kl. 20. Íbúafundinum er ætlað að upplýsa íbúana um þá þætti unglingalandsmótsins sem munu koma til að hafa áhrif á daglegt líf íbúanna meðan á móti stendur. Seinast var unglingalandsmót í Borgarnesi …

Sundkeppni sveitarfélaganna

Þá er lokið sundkeppni sveitarfélaganna sem haldin var í tilefni hreyfiviku UMFÍ. Íbúar Borgarbyggðar hafa verið duglegir að synda en sveitarfélagið er í 11. sæti með 84 m. á hvern íbúa. Lokaúrslit eru eftirfarandi: 1 Rangárþing Ytra, Hella 487m á hvern íbúa Samtals 401.200km 2 Hrísey 413m á hvern íbúa Samtals 64.375km 3 Rangárþing Eystra, Hvolsvöllur 268m á hvern íbúa …

Kvennahlaup ÍSÍ Borgarnesi

Kvennahlaupið fer fram 4.júní kl 11. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Hlaupin verður vegalengd við alla hæfi. Bolirnir verða seldir í Nettó fimmtudaginn 2.júní og föstudaginn 3.júní milli 16-19. Bolur á fullorðinn kostar 2000.- og barnabolirnir kosta 1000.- Verðið á bolunum er um leið þátttökugjald í hlaupinu og fá allir viðurkenningu í lok hlaups.

Leiðtogadagur í Andabæ

Í dag, 27. Maí, var Leiðtogadagurinn haldinn á leikskólanum Andabæ. Að þessu sinni var fulltrúum skóla og fyrirtækja á staðnum boðið í heimsókn. Börnin tóku á móti gestunum og buðu þeim í salinn þar sem börnin sungu tvö lög. Að því loknu voru það leiðsagnarleiðtogar sem leiddu gestina um leikskólann og kynntu starfið sem þar fer fram. Að lokum var …

Kynningarfundur um skipulag

Kynningarfundur um nýja skipulagsuppdrætti verður haldinn í Ráðhúsinu í kvöld, 26. maí og hefst kl. 19. Þeir skipulagsuppdrættir sem kynntir verða eru : Húsafell, Stuttárbotnar – nýtt deiliskipulag Fögrubrekku 1-3 í landi Dalsmynnis – nýtt deiliskipulag Deildartungu 1, Tunguskjól og Utandeild – nýtt deiliskipulag Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting, lýsing Skipulags – og byggingarfulltrúi

Upplýsingar um söguleg flóð í Hvítá

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá Veðurstofan er að vinna að hættumati í Hvítá. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá og þverám hennar. Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt …

Hreinsunarátak í dreifbýli

Líkt og undanfarin ár stendur sveitarfélagið fyrir hreinsunarátaki í dreifbýli í tvær vikur, frá 1.- 15. júní. Settir verða gámar fyrir timburúrgang annars vegar og málmúrgang hins vegar við eftirtalda staði: Bæjarsveit, Grímsstaði, Högnastaði, Brúarás, Lindartungu, Lyngbrekku, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Síðumúla og Brautartungu. Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að gámarnir séu notaðir fyrir aðra úrgangsflokka. Þegar gámar fyllast væri …