Frítt í Strætó á Menningarnótt á höfuðborgarsvæðinu

Frítt verður í alla Strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst.  Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun á Menningarnótt. Ekið er samkvæmt hefðbundinni áætlun frá morgni og fram til kl. 22.30. Eftir þann tíma er leiðakerfi Strætó rofið og við tekur sérstakt leiðakerfi sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim til sín eins fljótt og kostur er. Frá því …

150 ára verslunarafmæli Borgarness

Í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness á næsta ári hefur byggðarráð skipað í afmælisnefnd sem halda skal utan um, og skipuleggja, þau hátíðarhöld og þá viðburði sem efnt verður til af þessu tilefni. Í nefndinni eru: Anna Magnea Hreinsdóttir Björk Jóhannsdóttir Guðrún Jónsdóttir Guðveig Eyglóardóttir Theodór Þórðarson Theodóra Þorsteinsdóttir  

Fréttatilkynning frá Hringiðunni, Snæfellsbæ og Borgarbyggð

Á dögunum endurnýjuðu Hringiðan Internetþjónusta, Borgarbyggð og Snæfellsbær samkomulag frá 2006 um internetþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi (frá Hellnum að Hítará). Sem hluti af samkomulaginu mun Hringiðan taka að fullu niður eldra netkerfi og skipta því út fyrir nýrra og betra kerfi. Fjarskiptastaðurinn á Kolviðarnesi verður ljósleiðaravæddur sem mun hámarka eins og kostur er áreiðanleika kerfisins. Vinna við uppfærslu er í …

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfisviðurkenningar 2016 – framlengdur frestur Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2016  í eftirfarandi fjórum flokkum: Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði Snyrtilegasta bændabýlið Sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og getur hver og einn sent inn margar tilnefningar. Tilnefningar óskast sendar á skrifstofu Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti á …

Símatími umhverfis – og skipulagssviðs

Vegna mikilla anna á umhverfis – og skipulagssviði hefur verið ákveðið að  símatímar starfsmanna sviðsins er sinna skipulags – og byggingarmálum verði eins og hér segir: Mánudagar 10-12 Þriðjudagar 10-12 Miðvikudagar 13-15 Fimmtudagar 10-12 Sveitarstjóri

Matráð vantar að Kleppjárnsreykjum

Vegna forfalla bráðvantar matráð að Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf nú þegar. Allar nánari veita Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastóri í síma 847-9262 eða Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deildarstjóri  í síma 840-1520 Skólastjóri

Nýr launafulltrúi Borgarbyggðar

Á dögunum var auglýst laus til umsóknar staða launafulltrúa Borgarbyggðar í kjölfar þess að Ingibjörg Ingimarsdóttir ákvað að láta af störfum í haust eftir langt og farsælt starf. Níu umsóknir bárust um starfið og sóttu þessir um: Arndís Guðmundsdóttir verslunarstjóri og fyrrverandi innheimtufulltrúi Borgarbyggðar, Bjarnastöðum 311 Borgarnes Elín Ása Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur, Arnarklettur 30, 310 Borgarnes Elva Pétursdóttir viðskiptafræðingur, Stekkjarholt 5, …

Sumarfjör í Borgarbyggð

Upplýsingar um sumarfjörið fyrir nemendur í 1. – 4. bekk er að finna á heimasíðu UMSB, Sumarfjör 2016    

143. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR   FUNDARBOÐ  143. FUNDUR  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 11. Ágúst 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ  Skýrsla sveitarstjóra Fundargerð sveitarstjórnar 9.6.                         (142) Fundargerð byggðarráðs 4.8.                                     (384) Fundargerð fræðslunefndar 21.6. (143) Fundargerð velferðarnefndar 4.8.  (63) Fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar 20.6. (21) Fundargerð fjallskilanefndar BSN 25.6. (35) Fundargerð …