Snjómokstur og hálkuvörn

Nú er búið að festa kaup á  snjótönn og saltkassa á bíl áhaldahúss Borgarbyggðar. Með þessu verður unnt að bregðast hraðar og betur við þegar ryðja þarf burt snjó og hálkuverja plön og gangstéttir við stofnanir sveitarfélagsins, bæði í Borgarnesi en ekki hvað síst í öðrum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.

Mannauðsstjóri Borgarbyggðar – laust starf

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar nýtt starf mannauðsstjóra sveitarfélagsins. Mannauðsstjóri mun hafa yfirumsjón með mannauðsmálum þess og vinna náið með sveitarstjóra og öðrum stjórnendum. Meginhlutverk mannauðsstjóra verður að þróa mannauðsmál sveitarfélagsins í nánu samstarfi við stofnanir þess og veita stjórnendum alhliða ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Næsti yfirmaður verður sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Helstu verkefni: Þróun og framkvæmd starfsmanna- og mannauðsstefnu …

Yoga fyrir eldri borgara og öryrkja

Áfram verða  léttar yogaæfingar í félagsstarfinu í Borgarnesi. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13:00 – 14:00 í salnum á Borgarbraut 65a. Fyrsti tími fimmtudaginn 12. janúar. Yogakennari Erla Kristjánsdóttir.

Jákvæð viðhorf

Námskeið í jákvæðri sálfræði var haldið í Símenntunarmiðstöð Vesturlands fyrir starfsfólk Borgarbyggðar sl. fimmtudag. Leiðbeinandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar, en hún stundaði nám í jákvæðri sálfræði veturinn 2015-2016 við Háskóla Íslands. Jákvæð sálfræði hefur það markmið að efla jákvæðar hliðar mannsins eins og styrkleika, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar. Stuðst …

Sorphirðing 2017

Nú eru komin út sorphirðingardagatöl fyrir dreif – og þéttbýli Borgarbyggðar fyrir árið 2017 Hægt er að nálgast þau undir “Þjónusta – umhverfi og skipulag – þjónusta” Borgarbyggð – Dreifbýli 2017 Borgarbyggð – Þéttbýli 2017  

Borgarbraut 59

Samkvæmt úrskurði Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál 143/2016, var byggingarleyfi fyrir Borgarbraut 59 sem gefið var út þann 5. október 2016 fellt úr gildi þann 23.12.2016. Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hefur í ljósi þess tekið ákvörðun um að önnur hæð verði frágengin með reisningu útveggja eininga og innveggja eininga ásamt plötusteypu til að tengja saman veggeiningar og plötu. Það er gert í …

Frístundastyrkur Borgarbyggðar

Borgarbyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Borgarbyggð, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2017 er styrkurinn 10.000 krónur á önn.  Vinsamlegast athugið að öll ráðstöfun frístundastyrkja er rafræn. Frístundastyrkur – leiðbeiningar

Þrettándagleði 2017

Þrettándagleði 2017 Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík Borgarnesi föstudaginn 6. janúar kl. 20:00 Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars, Varmalandi. Flugeldasýning, fjöldasöngur, jólasveinar, heitt súkkulaði, smákökur og gleði.  Ekki er leyfilegt að koma með eigin flugelda á svæðið.

Málefni sveitarfélaga – styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn  allt að þremur meistaranemum styrki  til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 …

Stuðningur vegna húsnæðis

Sveitarfélagið greiðir sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem eru undir ákveðnum tekjumörkum og búa við félagslega erfiðleika og einnig húsnæðisstuðning við börn 15-17 ára sem leigja á heimavistum eða námsgörðum. Umsókn þarf að berast fyrir 15. dag mánaðar til að öðlast rétt í þeim mánuði. Sjá nánar á heimasíðu Borgarbyggðar og einnnig hér: Reglur um stuðning í húsnæðismálun samþykkt tillaga nefndar. …