Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi býður nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu sem þjónar bókasöfnum um allan heim. Þar er mikið magn rafbóka og hljóðbóka. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Verið er að vinna í að íslenskar rafbækur muni bætast í safnið á næstunni. Líkt og …
Skotæfingasvæði í landi Hamars
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 164. fundi sínum þann 14. desember 2017, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu: Skotæfingasvæði í landi Hamars – Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Skipulagslýsing felst í því að breyta landnotkun 16,7 ha svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði (Í) og að skilgreina nýja reið- og gönguleið um 400 metra sunnan við svæðið. Nýr aðkomuvegur …
Samstaða um afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Samstaða um afgreiðslu fjárhagsáætlunar í sveitarstjórn Borgarbyggðar Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2018-2021 var tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. Desember sl. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2018 er rekstrarafgangur 113 m.kr. hjá A og B hluta sveitarsjóðs. Veltufé frá rekstri er áætlað 379 m.kr. og veltufé frá rekstri 9,7%. …
Sorphirðudagar og opnunartímar Gámastöðvarinnar
Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður lokuð 24.-26. desember og sömuleiðis verður lokað 31.des og 1. jan. Næstu sorphirðudagar í sveitarfélaginu eru sem hér segir: Gráa tunnan Borgarnes: 27 – 28. des Aðrir þéttbýliskjarnar: 18- 19. des (og 2.-3. jan) Dreifbýli: 27.-30. des. Græna tunnan Borgarnes: 3 – 4. jan Aðrir þéttbýliskjarnar: 28. -29. des. Dreifbýli: 15-19. jan. Minnt er …
164. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. desember 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 9.11 (163) Fundargerðir byggðarráðs 16.11,23.11,30.11,7.12. (433,434,435,436) Fundargerð velferðarnefndar 01.12. (78) Fundargerðir fræðslunefndar 05.12. (163) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 06.12. …
Tímabundin ráðning starfsmanns
Ottó Ólafsson iðnfræðingur hefur verið ráðinn tímabundið í starf fulltrúa á Umhverfis- og skipulagssvið til 3ja mánaða. Ottó mun yfirfara skráningu þeirra fasteigna sem eru á ýmsum byggingarstigum og lokaúttekt hefur ekki farið fram. Hann mun vinna að því að skráning fasteigna sé í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi og samþykkta Borgarbyggðar. Það er mikilvægt að skráning …
Ljósleiðaravæðing í Borgarbyggð
Stutt yfirlit um stöðu mála hvað varðar lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð Borgarbyggð er eitt þeirra sveitarfélaga þar sem lagning ljósleiðara er skammt á veg komin. Ljósnet er til staðar í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti. Í ljósnetslausninni eru koparþræðir símans notaðir til að koma fjarskiptasendingum á áfangastað. Það er ákveðin aðferð sem hefur samt sín takmörk. Háskólinn á Bifröst …
Í skugga valdsins.
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 30. Nóvember sl. var lögð fram til kynningar samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóv. sl. Byggðarráð ræddi efni tillögunnar og hvernig hún snýr að stöðu þessara mála innan Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun: „Byggðarráð lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. …
Jólaútvarp NFGB
Útsendingar jólaútvarps nemendafélagsins verða dagana 11. – 15. desember og standa frá kl. 10.00 – 23.00. Að vanda er dagskrá jólaútvarpsins bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fyrri hluta dags verða þættir yngri nemenda grunnskólans sendir út en þeir hafa nú þegar verið hljóðritaðir. Síðdegis hefjast svo beinar útsendingar eldri nemenda. Handritagerð fór fram í skólanum og er hún hluti af íslenskunáminu. …
Íbúafjöldi í Borgarbyggð
Þann 11. desember 2017 voru íbúar Borgarbyggðar 3750 talsins og hefur þeim fjölgað um 70 síðan 11. des. í fyrra. Flestir hafa íbúar verið rétt tæplega 3.800 árið 2008. Þar af eru íbúar í Borgarnesi rúmlega 2000 og hafa þeir aldrei verið fleiri.