Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni

Borgarbyggð minnir á styrki til frístundaiðkunar barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára. Framlagið er kr. 20.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. Þetta …

Þrettándagleði 2018

Þrettándagleði 2018 Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík Borgarnesi laugardaginn 6. janúar kl. 17:30 Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars, Varmalandi. Flugeldasýning, fjöldasöngur, jólasveinar, heitt súkkulaði, smákökur og gleði.  Ekki er leyfilegt að koma með eigin flugelda á svæðið

Við lok afmælisárs

Móglí 2017 – Hugleiðingar í lokin Draumaverkefnið mitt varð að veruleika. Allt frá því ég kynntist söngleiknum Móglí sem Borgarleikhúsið setti upp árið 2000 hefur mig dreymt um að setja upp þennan söngleik. Tónlistin eftir Óskar Einarsson heillaði mig og einnig efnistök leikritsins. Þegar ég fór að huga að því hvaða verkefni við ættum að taka fyrir á fimmtíu ára …

Ráðning byggingarfulltrúa

Á sveitarstjórnarfundi þann 14. desember sl. var kynnt ráðning nýs byggingarfulltrúa í stað Gunnars S. Ragnarssonar sem hverfur til annarra starfa í janúar. Nýráðinn byggingarfulltrúi heitir Þórólfur Óskarsson, fæddur árið 1955. Hann er  menntaður sem byggingafræðingur, trésmiður, byggingastjóri og löggiltur eignaskiptalýsandi. Hann starfar nú sem byggingarfulltrúi í Grundarfirði í veikindaforföllum byggingarfulltrúa þar. Þórólfur stefnir að því að koma til starfa …

Hlíðartúnshúsin

Nú um þessar mundir er verið að lagfæra Hlíðartúnshúsin, nánar tiltekið fjárhúsþakið sem orðið var ónýtt eins og myndin gefur til kynna.  Þeir sem hafa yfirumsjón með framkvæmdinni eru þeir Stefán Ólafsson og Unnsteinn Elíasson.

Ástríður Guðmundsdóttir ráðin í starf leikskólastjóra Andabæjar á Hvanneyri

Ástríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Andabæjar á Hvanneyri. Ástríður er leikskólakennari að mennt. Hún hefur um áratugaskeið starfað sem deildarstjóri við Andabæ, leyst af sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. Hún hefur verið farsæl í starfi bæði sem leikskólakennari og stjórnandi, komið að mótun skólanámskrá leikskólans og tekið þátt í fjölmörgum þróunarverkefnum innan skólans. Hún hefur sótt ýmis námskeið í leiðtogafærni og mannauðsstjórnun. …

Laust er til umsóknar starf matráðs/ræstitæknis við Ráðhús Borgarbyggðar

Um er að ræða 100% starf frá 1. febrúar 2018. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti starfsfólks og ræsting Ráðhússins. Helstu verkefni: Elda og framreiða fjölbreytt og létt fæði í matar- og kaffitímum Frágangur og þrif í eldhúsi Ræsting á skrifstofum og þjónusturýmum Önnur tilfallandi verkefni þ.m.t. matarinnkaup Hæfniskröfur: Þekking á hollri og fjölbreyttri fæðu Þjónustulund og lipurð í samskiptum …

Opnunartími sundlauga um jól og áramót.

Opnunartími um Jól og áramót í sundlaugum Borgarbyggðar 2017  Sundlaugin Borgarnesi 23. Des Þorláksmessa opið 9:00 – 18:00 24. Des Aðfangadag opið 09:00-12:00 25. Des Jóladag lokað 26. Des Annar í jólum lokað 31. des opið 09:00-12:00 1. janúar 2018 lokað Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum des Þorláksmessa lokað des Aðfangadag lokað des Jóladag lokað des Annar …