Tímabundið starf slökkviliðsstjóra

Auglýst er eftir slökkviliðsstjóra til tímabundinna starfa fyrir Borgarbyggð Borgarbyggð óskar eftir að ráða slökkviliðsstjóra til starfa tímabundið í sex mánuði vegna forfalla.  Um er að ræða afleysingastarf sem felst í stjórnun, útköllum og öðrum almennum störfum slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri stjórnar og ber daglega ábyrgð á Slökkviliði Borgarbyggðar og aðstoðarslökkviliðsstjóri í forföllum hans. Hann ber ábyrgð á að starfsemin sé í …

Framlengdur umsóknarfrestur í sjóði Uppbyggingasjóðs.

Framlengdur umsóknarfrestur í sjóði Uppbyggingasjóðs. JANÚAR, 2018 Framlengdur hefur verið  umsóknarfrestur  í sjóði Uppbyggingasjóðs til miðnættis sunnudagsins  21. Janúar .n.k. vegna innleiðingar á nýju umsóknarkerfi. Upplýsingar varðandi styrkina veita  Ölöf S: 898.0247   Ólafur S: 892.3208  og Elísabet S: 892.5290 https://soknaraaetlun.is/

Guðrún Bjarnadóttir fjallar um jurtalitun

Á morgun, fimmtudaginn 18. janúar flytur Guðrún Bjarnadóttir erindi í Safnahúsi, um jurtalitun. Guðrún er náttúrufræðingur og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í jurtalitun og miðlun upplýsinga um hana. Hún kennir grasafræði við Landbúnaðarháskólann, en hennar aðalstarf er að reka jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið þar sem hún jurtalitar íslenska ull og tekur á móti gestum og fræðir um litunaraðferðir. Í fyrirlestrinum …

Frá Klettaborg – ný heimasíða

Í dag kl. 15 var opnað fyrir Karellen leikskólakerfið og nýja heimasíðu leikskólans. Allir söfnuðust saman í salnum og það voru elsta og yngsta barn leikskólans, þau Gabríel Örn og Valdís Lilja, sem sáu um að virkja heimasíðuna og senda tölvupóst til foreldra með nánari upplýsingum. Að því loknu var söngstund og svo opið hús til kl. 16.00.

Græna tunnan í dreifbýli

Sorphirðubíllinn lenti í umferðaróhappi í vetrarfærðinni og  því seinkar hirðingu á grænu tunnunni í dreifbýli í þessari viku. Enginn meiddist og skemmdir urðu óverulegar. Áætlað er að hirðingu ljúki í síðasta lagi um helgina.

Um skipulagsmál

Mörgun þykir skipulagsmál sveitarfélaga vera flókin, seinvirk og erfitt sé fyrir hinn almenna íbúa að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar breytingar á aðal- eða deiliskipulagi sé í undirbúningi. Mikilvægt er allra hluta vegna að einstakir íbúar og félaga- eða hagsmunasamtök af ýmsum toga séu upplýst um þá möguleika sem þeim eru gefnir í því lagaumhverfi sem sveitarfélögin vinna eftir. …

Nýjar heimasíður leikskólanna

Nýjar heimasíður leikskóla voru opnaðar mánudaginn 15. janúar sl. Þar má nálgast almennar upplýsingar um daglegt skólastarf. Heimasíðurnar eru hluti af leikskólakerfi sem leikskólarnir hafa verið að innleiða sem nefnist Karellen https://karellen.is/.  Kerfið býður einnig uppá App fyrir foreldra  en þar sjá þeir viðveruskráningu barna sinna sem og matar- og svefnskráningu. Að auki eru bein samskipti á milli kennara og …

Laust starf við Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 190 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Þroskaþjálfa vantar til starfa við skólann í 100% starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2018. Menntunar …

Umhverfisviðurkenningar 2018

Borgarbyggð veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og hvetur íbúa til  að taka þátt  í að gera Borgarbyggð að sveitarfélagi með snyrtilega ásýnd. Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2018 í eftirfarandi fjórum flokkum: Snyrtilegasta bændabýlið Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála Óskað er eftir …

Sameiginleg æfing slökkviliðsins

Laugardaginn 1. sept var haldinn sameiginleg æfing hjá öllum slökkviliðsstöðvum í Borgarbyggð. Byrjaði æfingin kl 09:30 á fyrirlestrum og ýmsum fróðleik og fór fram í salnum hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar Þar komu Jón Pétursson og Eggert S. Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og héldu fyrirlestra ásamt Heiðari Erni frá Brunarvörnum Árnessýslu sem er nú gamall félagi, einnig kom Sigurður …