Um þessar mundir sjást vinnuvélar og iðnaðarmenn að störfum vítt og breitt um Borgarbyggð. Líkt og undanfarin ár er mikið um byggingarframkvæmdir í sveitarfélaginu. Nokkur stór verkefni eru nú mjög langt komin, en þar má t.d. nefna stækkun og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi, fjölbýlishús-þjónustuhús-hótel við Borgarbraut 57-59, verslunarhúsnæði við Digranesgötu 4 og nýja hótelið í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. …
Hreinsun rotþróa
Fljótlega hefst vinna við hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu og sér Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið skv. samningi. Til að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi, sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Rotþrær eru hreinsaðar á þriggja ára fresti. Hægt er að sjá nánari upplýsingar m.a. hvenær rotþrær voru síðast tæmdar á …
Íbúafundir í júní
Í gærkvöldi var fyrsti íbúafundurinn af þremur um málefni Borgarbyggðar haldinn í Hjálmakletti. Næstu fundir eru í Logalandi í kvöld 4. júní og sá síðasti í Lindartungu á morgun, 5. Júní. Þeir fundir hefjast kl. 20.00 Fundinn í Hjálmakletti sóttu um 50 manns þegar flest var. Þar sem fundinum var streymt á facebook voru allt …
Skipulagslýsingar fyrir Dílatanga og Borgarvog í Borgarnesi
Borgarbyggð – Kynningarfundur Skipulagslýsingar fyrir Dílatanga og Borgarvog í Borgarnesi Þriðjudaginn 4. júní 2019 milli kl. 19:30 og 21:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, ásamt skipulagshönnuði með kynningu á fyrrgreindum skipulagslýsingum. Kynningin verður haldin í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi.
Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi
Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. 1. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 miðvikudaginn 5. júní. Við göngum í fylkingu niður á íþróttasvæði þar sem nemendur fara …
Grunnskólanemar snyrta til á Bjössaróló
Á fundi byggðaráðs 24. maí 2018 var samþykkt að Grunnskólinn í Borgarnesi tæki Bjössaróló í fóstur, í ljósi þess að smíðastofa skólans er ónothæf sem slík meðan á framkvæmdum við skólann stendur. Í Umhverfisviku Grunnskólans í Borgarnesi, 6.-10. maí 2019, fór hópur nemenda á elsta stigi grunnskólans ásamt kennurum sínum og tók til hendinni á Bjössaróló. Tækin voru …
Íbúafundir í júní
Borgarbyggð auglýsir röð íbúafunda
Hreinsunarátak í dreifbýli
Hreinsunarátak í dreifbýli hefst 3. júní og stendur til 21. júní 2019. Líkt og undanfarin ár verður gámum fyrir mismunandi úrgangsflokka komið fyrir á völdum stöðum í sveitarfélaginu. Minnt er á að raða í gámana og gera Íslenska gámafélaginu viðvart þegar gámar eru við það að fyllast. Umhverfis-og skipulagssvið.
Lokun íþróttamannvirkja
Íþróttamiðstöðar Borgarbyggðar verða lokaðar þriðjudaginn 28.maí 2019 vegna skyndihjálparnámskeiðs og sundprófs starfsmanna.
Lokun skrifstofu Borgarbyggðar
Skrifstofa Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 verður lokuð á miðvikudaginn frá kl. 11. Skrifstofan opnar aftur kl. 9:30 föstudaginn 31. maí.