Sendiherra Póllands Gerard Pokruszynski, kom í heimsókn í Ráðhús Borgarbyggðar föstudaginn 14. Júní sl. Það er um eitt og hálft ár síðan Pólland opnaði formlega sendiráð á Íslandi. Ástæða þess var mikil fjölgun pólskra ríkisborgara sem eru búsettir á Íslandi en nú lifa og starfa um 20.000 pólverjar á Íslandi. Pólski sendiherrann hefur lagt sig eftir að kynnast landinu og …
Samningur um byggingu leikskóla á Kleppjárnsreykjum
Í dag, 18. júní, var undirritaður samningur Borgarbyggðar við Eirík Jón Ingólfsson byggingarverktaka um byggingu leikskóla við Kleppjárnsreykjaskóla. Útboð vegna framkvæmdanna fór fram í apríl á þessu ári. Um er að ræða viðbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum, um 540 m² að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans …
Veðrið lék við gesti á 17. júní hátíðarhöldum í Borgarbyggð
Í Borgarnesi hófust hátíðarhöldin með íþróttahátíð. Andlitsmálning var í boði áður en skrúðgangan hélt af stað frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð. Hátíðar- og skemmtidagskráin hófst með ræðu sveitarstjóra sem bauð Steinunni Pálsdóttir umsjónarmanni Skallagrímsgarðs að taka fyrstu sneiðina af Lýðveldisköku í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í boði forsætisráðuneytisins í samstarfi við Landssamband bakarameistara. Síðan tóku við tónlistar- og skemmtiatriði …
Óvissustigi lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum
Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, ásamt viðbragðsaðilum hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Því er talið rétt að lýsa yfir óvissustigi til samræmis við vinnu og viðbrögð þessara aðila. Óvissustig á við þegar grunur …
Safnahús: sumarlestur barna
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í 12. sinn til sumarlesturs fyrir börn. Tímabil lestursins er frá 10. júní – 10. ágúst. Fyrir skömmu afhenti Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir Sævari Inga héraðsbókaverði teikningu sína af einkennismynd verkefnisins en þetta er annað árið í röð sem hún teiknar hana. Ragnheiður Guðrún var að ljúka námi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og hyggur á …
17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð
Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð á Skallagrímsvelli Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli Bubbleboltar á svæðinu Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Pylsusala í Skallagrímsgarði Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista Akstur fornbíla og bifhjóla fyrir og á …
Sveitarstjórnarfundur nr. 185
FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 13. júní 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1906064 – Kosningar skv. samþykktum Borgarbyggðar júní 2019 1804067 – Áætlun um ljósleiðara, Reykholt – Húsafell 1902046 – Hjallastefnan – uppgjör v. breytinga á A deild 1903163 – Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 3.4.2019 1905228 – Lagning …
Græna tunnan – til athugunar
Íslenska Gámafélagið hefur verið að fá þó nokkuð magn af hlutum sem eiga ekki heima í endurvinnslu í flokkunarskemmuna. Þar má helst nefna gler og aðra oddhvassa hluti, einnig er algengt að finna þar sóttmengaðan úrgang frá heilbrigðisstofnunum s.s. vökvadreypi og nálar. Það er mjög mikilvægt að þessi hlutir fari ekki í Grænu tunnu Íslenska Gámafélagsins vegna þess …
Laus kennarastaða
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Kennarar á unglingastigi vinna í teymi með 8.-10. bekk. Auglýst er eftir öflugum kennara …
Flestir fullorðnir hamingjusamir á Vesturlandi
Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til þess að veita yfirsýn og auðvelda heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúanna. Við val á lýðheilsuvísum er sjónum einkum beint …