186. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 186 FUNDARBOÐ 186. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 6. ágúst 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1908031 – Málefni Menntaskóla Borgarfjarðar Rætt um málefni Menntaskóla Borgarfjarðar 02.08.2019 Gunnlaugur A Júlíusson, sveitarstjóri.

Samtímalist – fyrirlestur í Safnahúsi

Næstkomandi fimmtudag, 8. ágúst flytur Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrirlestur í Safnahúsinu. Efni hans er samtímalist og heiti erindisins er Hvað er samtímalist og hvers vegna er svona erfitt að skilja hana?   Fyrirlesturinn hefst kl. 19.30 og er upptaktur að Plan-B Art Festival sem fer fram dagana 9. -11. ágúst í Borgarnesi. Er einkar ánægjulegt …

Frístundastyrkur fyrir börn og unglinga í Borgarbyggð

Borgarbyggð styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. Þetta á t.d. …

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir.

Útboð   Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir.   Verkkaupar eru Borgarbyggð, Veitur ohf, Míla ehf og Gagnaveita Reykjavíkur. Um er að ræða gatnagerð fyrir íbúðasvæði í Bjargslandi sem staðsett er austan Vesturlandsvegar og norðar Hrafnakletts í Borgarnesi. Helstu verkþættir eru gatnagerð og veitukerfi.   Helstu magntölur eru:   Fylling                           …

Hellulögn í Borgarnesi

Verið er að endurnýja gangstéttina á Borgarbraut í Borgarnesi í sumar. Verkið vinnur fyrirtækið Sigurgarðar sf. Vakið hefur athygli vegfarenda að ungar stúlkur eru þar að störfum og var viðtal tekið við þær í sjónvarpsfréttum á RUV þann 29. júlí sl.       Fagna margir íbúar Borgarbyggðar framkvæmdunum og er ánægjulegt …

Verjum verslunarmannahelginni saman

Bæjarhátíðir eru árlegur viðburður á mörgum stöðum. Litlir sem stórir bæir víðs vegar um landið lifna við og taka stakkaskiptum. Hús, garðar og götur eru skreytt og mikil stemning myndast. Íbúar kappkosta að sýna gestum það besta sem bærinn þeirra hefur upp á að bjóða og gera hátíðina í ár betri en í fyrra. Eftirvænting og tilhlökkun ríkir oft í …

Lausar íbúðalóðir í Borgarbyggð

Vakin er athygli á að veittur er 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum af íbúðarhúsnæði og 100% afsláttir af lóðargjöldum árið 2019.   Borgarnes   • Einbýlishúsalóðir við Fjóluklett nr. 4, 6, 8, 10, 12, 13 og 15   • Parhúsalóð við Fjóluklett nr. 9-11   …

Úrgangur út fyrir lóðamörk

Af gefnu tilefni eru íbúar beðnir að henda ekki úrgangi sínum út fyrir lóðamörk, jafnt gróðurúrgangi sem öðrum úrgangi. Víða við strandlengjuna í Borgarnesi má sjá hauga af gróðurúrgangi sem spilla ásýnd svæðisins auk þess sem alls kyns illgresi getur dreift sér víða úr slíkum haugum. Rétta leiðin er að skila öllum þeim úrgangi, sem ekki má setja í tunnur …

Hamingja í Vinnuskólanum í Borgarnesi

Nemendur Vinnuskólans lögðu ýmislegt af mörkum í viðleitni sinni til að fegra umhverfið í sumar. Máluðu nokkrir þeirra skilti sem á stendur „Borgarnes er happiness“ með vísan í að íbúar Borgarness séu hamingjusamir. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis styður við þessa upplifun nemenda Vinnuskólans en þeir sýna að hlutfallslega flestir fullorðnir eru hamingjusamir á Vesturlandi. Einnig sofa fleiri framhaldsskólanemendur nægilega lengi, en …

Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi ganga vel

Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi ganga samkvæmt áætlun og er fyrirhugað að afhenda fyrri áfanga þann 9. ágúst nk. Stefnt er að því að setja skólastarf vetrarins í nýjum sal í haust. Í fyrri áfanga var gert ráð fyrir viðbyggingu sem inniheldur sal skólans og eldhús ásamt björtu kennslurými fyrir yngsta stig skólans á annarri hæð. Allar list- og verkgreinastofur …