
Slökkvilið Borgarbyggðar leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til liðs við okkur.
Boðið er upp á krefjandi en gefandi verkefni þar sem samvinna, þor og styrkur skipta öllu máli.
Kynningarkvöld verður haldið á slökkvistöðinni í Borgarnesi á Sólbakka 13-15, þann 14. október n.k. kl. 20:00.
Hæfniskröfur:
Sveinspróf eða stúdentspróf er kostur
Meirapróf (vörubifreið) er æskilegt
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagi
Góður líkamlegur og andlegur styrkur
Reglusemi og háttvísi
Búseta á starfssvæði slökkviliðsins
Inntökuprof:
Þrek- og styrktarpróf
Könnun á lofthræðslu
Könnun á innilokunarkennd
Starfstengd verkefni og viðtal
Fylgigögn með umsókn:
Ferilskrá
Mynd af báðum hliðum ökuskírteinis
Prófskírteini
Sakavottorð og ökuferilsskrá
Læknisvottorð
Nýleg passamynd
Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2025
Umsóknir og fylgiskjöl skal senda á: slokkvilid@borgarbyggd.is
Merkið póstinn: „Starfsumsókn 2025“