Vikuna 10.-14. október verður tónfundavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Haldnir verða tónfundir í Tónlistarskólanum kl. 18:00 mánudag – fimmtudag. Einnig verða haldnir tónfundir á skólatíma í dreifbýlisskólunum. Á föstudeginum munu nokkrir nemendur úr skólanum heimsækja félagsstarf aldraðra að Borgarbraut 65a og halda tónleika kl. 13:30. Tónfundirnir eru öllum opnir. Á myndinni er Gunnar Örn Ómarsson nemandi Tónlistarskólans að leika á flygilinn. …
Gangstéttar tilbúnar við Stöðulsholt
Búið er að steypa gangstéttar í Stöðulsholti í Borgarnesi en alls voru steyptir tæplega 500 fermetrar. Það var fyrirtækið HS-Verktak í Borgarnesi sem annaðist verkið. Myndina tók Jökull Helgason miðvikudaginn 5. október sl.
Blústónleikar í Logalandi
Í kvöld, fimmtudaginn 6. október stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir tónleikum í félagsheimilinu Logalandi. Björn Thoroddsen, Halldór Bragason (vinir Dóra) og Jón Rafnsson leika blús eins og hann gerist bestur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Tjaldbúar í fyrsta snjónum
Óvenjulegt er að sjá tjaldbúa á ferð um landið á þessum árstíma. Gestir á tjaldsvæðinu í Borgarnesi létu ekki snjó og hráslaga á sig fá og sváfu vært í tjaldi sínu þegar myndin var tekin nú í morgun. Hver segir svo að ferðamannatímabilið sé ekki alltaf að lengjast!
Hressir krakkar á hlaupum
Miðvikudaginn 5. október er alþjóðlegi „Göngum í skólann“ dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lýkur formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Grunnskólinn í Borgarnesi er þátttakandi í verkefninu en megin markmið þess er að hvetja nemendur til þess að ganga eða hjóla í og úr skóla. Um leið eykst færni þeirra í umferðinni og þau fræðast …
Hross í óskilum
Í óskilum er 2 – 3 vetra gamalt mertryppi brúnt að lit. Tryppið fannst í Borgarhreppi í sumar og það er ekki örmerkt. Eiganda eða hverjum sem kannast við tryppið er bent á að hafa samband við skristofu Borgarbyggðar í síma 433 7100 varðandi frekari upplýsingar.
Stefnumótun í tómstundamálum
Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur nú að stefnumótun í tómstundamálum. Í byrjun mánaðarins hélt nefndin íbúafund og setti í framhaldi af honum skjal með tillögum frá fundinum hér á heimasíðuna og óskaði jafnframt eftir fleiri hugmyndum. Tómstundanefnd mun hittast á fundi á mánudag í næstu viku og fara yfir allar tillögur sem borist hafa og leggja drög að textaskjali. Það skjal verður …
Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið
Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af tekjum undanfarins árs. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna, út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var reiknaður …
Góð aðsókn að Héraðsbókasafni
Líkt og undanfarin ár hefur aðsókn verið góð að Héraðsbókasafni Borgarfjarðar en fyrstu átta mánuði ársins höfðu 5442 gestir sótt safnið heim. Það er ívið hærri tala miðað við sama tíma í fyrra en í heildina var gestafjöldi á bókasafninu á árinu 2010, 7800 gestir. Þá má benda á að töluverð aukning var á gestafjölda á árinu 2009 þegar gestum …
Andabær – leikskólakennari og starfsmaður í ræstingar
Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum Andabæ. Um er að ræða 100% starf. Andabær er Grænfánaleikskóli og leikskóli á heilsubraut. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 437 0120. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða leiðbeinanda með reynslu af starfi með börnum. Einnig vantar starfskraft …