Það var fallegur dagur í gær, 18. desember, þegar nemendur í námskeiðinu Færniþjálfun á vinnumarkaði útskrifuðust. Alls útskrifuðust 6 nemendur og 4 af þeim úr Öldunni, þau Unnar, Júlíana, Þorkell og Guðmundur Ingi. Við vorum svo lánsöm að kynnast Ásgeiri og Bryndísi af Akranesi sem komu með okkur á námskeiðið og voru fullkomin viðbót í hópinn.
Námskeiðið samanstóð af 110 klukkustundum í starfsþjálfun og 70 klukkustundir í bóklegri kennslu sem fór fram í símenntun í Borgarnesi eða á Akranesi. Námskeiðið var á vegum Símenntunar og Vinnumálastofnunar og erum við þakklát fyrir gott samstarf.
Frábæru kennararnir okkar Bjarney og Áslaug héldu vel utan um hópinn og Ragnheiður, Kara og Dagbjört voru stuðningur sem var ómetanlegt.
Til hamingju kæru nemendur – við erum ótrúlega stolt!