Samkeppni um nafn á reiðhöllina

febrúar 23, 2010
Ákveðið hefur verið að formleg vígsla Reiðhallarinnar við Vindás í Borgarnesi fari fram sunnudaginn 7. mars næstkomandi. Í aðdraganda vígslunnar hefur einnig verið ákveðið að fram fari samkeppni um nafn á húsið. Nafnanefndin er skipuð þeim Kristjáni Gíslasyni formanni, Sigurði Oddi Ragnarssyni og Magnúsi Magnússyni. Verðlaun verða veitt fyrir tillögu að nafni sem valið verður. Ef fleiri en ein tillaga berst um sama nafnið, verður dregið um vinningshafa. Hér með eru íbúar á svæðinu, hestamenn og Vestlendingar nær og fjær hvattir til að senda inn tillögur að nafni. Þær skulu annað hvort vera póstlagðar í lokuðu umslagi á formann dómnefndar: Kristján Gíslason, Súlukletti 3, 310 Borgarnesi eða sendar á tölvupósti á: kristgis@grunnborg.is (gott að merkja í efnislínu “Tillaga að nafni.”) Tillögur þurfa að hafa borist til formanns nafnanefndar fyrir nónbil þriðjudaginn 2. mars 2010.
-fréttatilkynning
 
 

Share: