Slýdalstjörn til leigu

febrúar 22, 2011
Borgarbyggð óskar hér með eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn sem er inn af Hraundal, nálægt Rauðkúlum á afrétti Álfthreppinga í Borgarbyggð. Tjörnin er um 8,7 ha að stærð og þar hefur verið nokkur silungsveiði. Akvegur er langleiðina að tjörninni og er ekið inn Grenjadal .
Tjörnin verður leigð til og með árinu 2015 ef viðunandi tilboð fást. Í tilboði skal koma fram leigugreiðsla á ári. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skilað merkt „Slýdalstjörn tilboð“ fyrir
kl. 11.00 föstudaginn 04. mars 2011 á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, 310 Borgarnes þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum er einnig hægt að skila á netfangið eirikur@borgarbyggd.is fyrir sama tíma.
 

Share: