Bifröst – breytingar á skipulagi

febrúar 22, 2007
Auglýst hefur verið tillaga um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, þéttbýlið á Bifröst, breyting á svæðisskipulagi Mýrasýslu og tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Hreðavatns, Borgarbyggð.
A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, þéttbýlið á Bifröst.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 1.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997 tillögurnar má sjá hér undir númerunum 1, 2, 3, 4, 5 og 6.
Um er að ræða aðalskipulag á þéttbýlinu á Bifröst, Borgarbyggð þar sem skipulag var frestað í aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Athugasemdum skal skila inn á Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem eigi gerir athugasemd við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
B: Breyting á svæðisskipulagi Mýrasýslu 1998-2018
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Mýrasýslu 1998-2018.
Tillaga að breytingu felst í breyttru afmörkun á þéttbýlinu Bifröst, breyttum mörkum náttúruvættis Grábrókargíga til samræmi við ný gögn frá UST og breytt mörk brunn-, grann- og fjarsvæða vegna vatnsverndar til samræmis við vatnsból sem þegar hefur verðið tekið í notkun.
Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunnað að verða fyrir við breytinguna.
Breyting á svæðisskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur þeim.
C: Deiliskipulag íbúðabyggðar í landi Hreðavatns, Borgarbyggð. Hér má sjá tillögurnar, nr. 1, 2 og 3.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi einbýlishúsalóða á svæðinu sunnan Bifrastarlóðar í landi Hreðavatns.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá
28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur þeim.
Borgarnesi 20.02.2007
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
Borgarbyggðar.
 

Share: