Opinn umræðu- og kynningarfundur um drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 20.30.
Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun fjalla um þær athugasemdir og ábendingar sem koma fram á fundinum á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður í byrjun mars. Þau sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn, en vilja þó koma að ábendingum eða athugsemdum geta sent starfsmanni landbúnaðarnefndar þær á netfangið bjorg@borgarbyggd.is eða með bréfi til skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14.