Á heimasíðu Borgarbyggðar undir ,,Þjónusta við íbúa – sorphirða“ á forsíðu hefur verið bætt við nýrri upplýsingasíðu sem heitir ,,Yfirlit yfir flokkun úrgangs innan Borgarbyggðar“. Þar verður að finna upplýsingar um árangur í flokkun úrgangs í Borgarbyggð.
Annars vegar er birt kökurit sem sýnir hlutfall milli óflokkaðs og flokkaðs úrgangs fyrir alla Borgarbyggð og þar er þá meðtalinn úrgangur frá öllum heimilum og grenndarstöðvum auk úrgangs frá gámstöðinni í Borgarnesi. Þar reiknast með í flokkaða úrgangnum járn og timbur. Hins vegar er birt kökurit sem sýnir hlutfall milli óflokkaðs og flokkaðs úrgangs í þéttbýli Borgarbyggðar þ.e. hjá þeim sem eru með tunnur fyrir almennt sorp og endurvinnslutunnu. Mánaðarlega verður bætt inn upplýsingum sem varða undangenginn mánuð og það tilkynnt í frétt á heimasíðunni.