Gilsbakki og Surtshellir. Uppsveitir Borgarfjarðar í alþjóðlegum rannsóknum.
Dagskrá á vegum Snorrastofu og Sögu jarðvangs/geopark í hátíðarsal Snorrastofu í Héraðsskólahúsinu í Reykholti, laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00-17.00. Að dagskránni eru kallaðir til sérfræðingar í fornleifum, sögu veflistar, jarðfræði og bókmenntum, sem horft hafa til þessa svæðis í fræðum sínum og rannsakað sérstaklega m.a. Gilsbakka og Surtshelli.
Fyrri hluti dagskrárinnar fjallar um fornleifarannsókn, sem gerð var á Gilsbakka á árunum 2008-2009. Síðari hlutinn snýr að Surtshelli og þar verður sérstaklega gerð grein fyrir þeim fornleifarannsóknum, sem hafa að undanförnu farið þar fram.
Sjá nánar á vef Snorrastofu: http://snorrastofa.is/default.asp?sid_id=60284&tId=1