Leiklistarnámskeið hefst þriðjudaginn 17. janúar sl og er það ætlað ungmennum í Borgarbyggð sem eru í 7-9. bekk grunnskóla.
Á þessu vornámskeiði verður farið í grunnatriði í leiklist, svo sem leiktækni, persónusköpun, líkamstækni, spuna og hlustun, samvinnu og frumvkæði. Námskeiðið endar á opnum tíma þar sem vinum/aðstandendum er boðið að sjá afrakstur námskeiðsins ef vilji þátttakenda er til þess.
Kennsla fer fram í Borgarnesi á þriðjudögum frá 15:30-17:30, í Óðali og mögulega í sal Tónlistarskólans. Tímasetningin er valin til að auðvelda nýtingu þátttakenda á akstri sem í boði er á svæðinu.
Kennsla og leikstjórn er í höndum Agnars Jóns og sviðslistafólksins í Leynileikhúsinu þar sem leiðarljósið er Leikgleði í öllum sínum myndum. Mögulega verður tímum í lokin þjappað saman í eins konar „workshop“ og lokahóf. Fyrirkomulagið skoðast með þátttakendum þegar þar að kemur. Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur undir þátttöku í leiklistarverkefnum eða reglulega leiklistarstarfi. Námskeiðið er haldið á vegum Listaskóla Borgarfjarðar (Tónlistarskóla Borgarfjarðar).
Leynileikhúsið sá um leiklistarverkefni vorið 2022 í Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við Listaskólann og það samstarf heldur áfram í vetur. Nemendum í 10.bekk bauðst fyrir jól að taka þátt í því leiklistarverkefni í samvinnu við Menntaskóla Borgarfjarðar og endar það verkefni með sýningu í vor.
Í Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefur svo lengi verið söngleikjadeild fyrir grunnskólanemendur á breiðu aldursbili. Tækifæri á sviði leiklistarþátttöku eru því all nokkur og áhugi hefur verið mikill.