Framgangur framkvæmda á Borgarbraut

nóvember 21, 2022
Featured image for “Framgangur framkvæmda á Borgarbraut”

Gaman er að greina frá því að stefnt er að því að malbika Borgarbraut frá Egilsgötu og upp fyrir Borgarbraut 15 í þessari viku ef veður leyfir. Náist það hefst vinna við yfirborðsfrágang, eins og hellulögn og kantsteina. Vonir standa til að ná að klára þessa vinnu sem fyrst en ljóst er að það þurfti að endurnýja meira af gangstéttum en gert var ráð fyrir í upphafi.

Í beinu framhaldi hefst vinna við að endurnýja lagnir og götu frá Borgarbraut 15 upp að gatnamótum Skallagrímsgötu/Borgarbrautar. Er um að ræða áfanga sem átti að fara í á næsta ári miðað við upphaflega áætlun en eins og hefur komið fram var ákveðið að fara í þennan hluta núna strax til að hægt sé að fjarlæga hjáleiðina í gegnum Kveldúlfsvöll.

Þegar búið verður að malbika fyrsta hlutann verður gatan opnuð fyrir umferð en þó þarf að aka varlega um svæðið þar sem áfram verður unnið að því að merkja svæðið og huga að frágangi.


Share: