Allar skipulagsumsóknir orðnar rafrænar

ágúst 11, 2022
Featured image for “Allar skipulagsumsóknir orðnar rafrænar”

Vakin er athygli á því að nú geta íbúar og aðrir viðskiptavinir nýtt stafrænar leiðir til þess að leggja inn allar umsóknir sem varða skipulagsmál eða sent fyrirspurnir á skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar inni á þjónustugátt sveitarfélagsins. Hægt er að leggja inn umsókn um;

  • Umsókn um breytingu á aðalskipulagi.
  • Umsókn um breytingu á landheiti.
  • Umsókn um breytingu á landnotkun.
  • Umsókn um deiliskipulag.
  • Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  • Umsókn um stofnun lóða.

Á undanförnum árum hefur Borgarbyggð eflt stafræna þjónustu sveitarfélagsins og lagt aukna áherslu á að íbúar eigi greiðan aðgang að þjónustu sveitarfélagsins með rafrænum lausnum.

Borgarbyggð er víðfeðmt sveitarfélag og stafræn þjónusta er þess eðlis að hún nær til alls samfélagsins og bætir sérstaklega þjónustu við íbúa utan þéttbýlis. Það er hlutverk sveitarfélagsins að styðja við þann hóp sem á erfitt með að nálgast þjónustu og búa til auðveldari og nútímalegri lausnir sem eru hannaðar með þarfir þess hóps að leiðarljósi. Auk þess stuðlar stafræn þjónusta að aukinni sjálfsafgreiðslu og samfellu í afgreiðslu erinda.


Share: