Bókhlaða Snorrastofu í Reykholti hefur undanfarið boðið til handavinnu og bókakvölda sem mælst hafa vel fyrir. Gestir koma með handavinnuna sína og deila hugmyndum um hana og bóklestur auk annarra áhugamála. Ætlunin er að þessi Prjóna- bóka- kvöld verði annan hvorn fimmtudag. Næst mun áhugafólk um handavinnu og bóklestur hittast í Snorrastofu fimmtudaginn 17. febrúar.